miðvikudagur, júlí 19, 2006

Skallapoppari
Fyrir þá sem skildu ekki síðustu færslu bendi ég myndina hér til hliðar. Hún lýsir núverandi ástandi mínu vel. Fólk hefur tekið upp á því að öskra, jii-a, verða orðlaust og hvaðeina þegar það sér mig. Svo mikil áhrif hef ég núna. Ég hef líka tekiði eftir að fólk þekkir mig ekki, enda bjuggust fáir við þessum gjörnaði af mér. Fyrst um sinn ætlaði ég engum að segja frá en eftir að nokkrir höfðu séð mig bárust fregnirnar sem eldur um sinu um allan bæ og ég heyrði af fólki sem ég þekki ekki einusinni sem vissi af þessu. Allir hafa þó tekið þessu vel eftir að sjokkið hefur liðið hjá nema einn fastagesturinn í Sundhöllinni. Hann hafði alltaf ávarpað mig sem fallegu konuna og er nú steinhættur því. Hann varð mjög vonsvikinn þegar ég tók fína hárið. Ég passa mig samt alltaf að vera með eyrnalokka í vinnunni svo gömlu konunum bregði ekki og heimti að drengurinn fari út. Það gerðist reyndar samt einu sinni, eyrnalokkar sjást ekkert alltaf að aftan.
Fólki fiinnst líka gaman að uppnefna mig. Hefur því þó tekist misvel upp en mörg góð nöfn hafa litið dagsins ljós. Lumi lesendur á góðu viðurnefni sem þeim finnst þeir verði að deila með mér, þá bíður kommentakerfið spennt. Þetta gæti jafnvel orðið góð keppni.
|