föstudagur, júní 02, 2006

Nýrnabaunir

Jæja, helgarbloggið mitt fæddist ekki en núna kemur nýtt fyrir þessa helgi. Það er margt að gerast þessa daga hjá mér. Ég er byrjuð að vinna á fullu og líkar vel. Sundhöllin er voðalega fín og róleg. Fyrsta skipti sem ég vinn vaktavinnu og mér finnst það frábært. Frídagar á virkum dögum eru algjör munaður.

Ég er frekar andlaus akkúrat núna, svona fyrir almennileg skrif.

Það sem mér líkar:

-grænmetismatur

-sumar"frí"

-Hróarskelda í þessum mánuði

-Arnar

-nýju ljótuljótu skórnir mínir

-Hjálpræðisherinn

-vinnan mín

-yoga

Það sem mér líkar ekki:

-hvað ég skulda mörgum peninga

-nýji borgarstjórinn

-að Arnar fari á miðvikudaginn

-herbergið mitt er dæmt til að vera í rusli

Af þessari einföldu könnun má sjá að á jafnlöngum tíma skrifaði ég meira í gleðidálkinn. Enda er gaman að vera ég núna. Takk.

|