þriðjudagur, mars 14, 2006

Auglýsingar á útsölu
Ég er ódugleg að blogga og mér þykir það leitt því að það er ekki af ásettum vilja. Mér hefur áður þótt mikið að gera en þessi vika og næsta held ég að toppi allt. Og ég fílaða.
Í næstu viku hefst sumsé kosningavikan sem endar á föstudag með kosningu. Ég hef tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram í Scribu, sem fyrir óMR-inga er sumsé ritari Skólafélagsins með meiru. Kosningarnar eru harðar í ár og undirbúningurinn er langt kominn. Á þriðjudaginn hyggst ég svo fara á tónleika bandarísku harðkjarnametalrokkeitthvað sveitarinnar Doomriders sem verða án efa geðveiki. Hljómsveit með slíku nafni og lögum eins og "Ride or Die" og "Black Thunder" getur ekki annað en haldið rosalega tónleika. Upphitunarhljómsveitirnar eru líka góðar. Ein með gegt sætum bassaleikara þússt. Þessa viku eru einnig Músíktilraunir haldnar, vonandi með pompi og prakti og mun Rökkurró stíga á svið Loftkastalans á föstudagskvöldinu 24.mars. Ég hvet alla til þess að láta sjá sig því að þá fá þeir um leið atkvæðisrétt og velja hvaða hljómsveit kemst áfram. Og þið vitið hve glöð ég yrði.... ég meina 700 kjeeddl fyrir glatt hjarta, meiraðsegja 5 glöð hjörtu! Og ykkar yrði það líka sko. Við gætum stofnað svona glaðra hjarta klúbb. Það væri örugglega mjög gaman að vera í svoleiðis klúbb. Þá værum við líka einsdæmi í heiminum. En þúst...þið vitið hvað ég meina, mætið bara!
Ekki nóg með þetta, sama kvöld er kosningavakan sem ég efast um að ég komist á en þetta kvöld getur því endað með tvöföldum sigri, tvöföldu tapi eða blendingi. Eða jafnvel geldingi.
Laugardaginn 25.mars heldur hinn bandaríski kall Nathan Amundson sem kallar sig Rivulets tónleika á Kaffi Hljómalind þar sem Rökkurró og My summer as a salvation soldier sjá um upphitun. Því er vert að líta þar inn og bera öll goðin augum. Það er líka svo sætt veggfóður á staðnum. Og allir tónlistarmennirnir gera ofurfallega tónlist.
ÓMÆGOD ÞESSI VIKA VERÐUR ÆÐI OG MEGA OG GEÐBILUÐ OG SJÚK SKO. Í ALVÖRU.
vá, mér líður eins og ég hafi selt sálu mín á alnetið
|

mánudagur, mars 06, 2006

jarðskjálfti
Ekki það að ég ætli að skrifa um jarðskjálfta, en það var samt einn þannig áðan. Og ég fann hann. Ég var samt ekki hrædd, enda hörkutól. Ég var í sólskinsskapi síðustu daga en nú þegar rigningin lét sjá sig varð ég ógurlega þreytt. Furðulegt sístem.
Ég er voðalega spennt þessa dagana. Það er á jákvæðan hátt. Enda margt spennandi framundan.
Mig langar í vinnu. Þeir sem vilja gefa mér slíka eru öðlingar.
Ég er að læra raddir á Radiohead lagi. Pjúra rokk.
Og nú ætla ég í sturtu. Sem er ekki jafn mikið rokk. En þúst, maður beygir sig undir hefðirnar.
|