mánudagur, febrúar 13, 2006

rökkurró
Það er óttalega mikið að gerast. Í dag var gullöld rokksins endurvakin þar sem það er þema árshátíðarinnar. Ég fékk pepsi max á opnuninni svo að ég var alveg sátt sko. Árshátíðin verður haldin með pompi og prakti á fimmtudaginn og norskt bítlakoverband mun leika fyrir dansi. Ég hreinlega get ekki beðið. Er eins og smástelpa, flissandi allan daginn. Eða svona temmilega.
Ég gerðist svo fræg að sjá Sylvíu Nótt, Homma og Nammi á laugardaginn og úr því varð líf mitt fullkomnað. Eða nei, ég þarf að heyra hvernig hljóð pöndur gera og helst kitla eina slíka. Og sigra heiminn líka en þá er það komið.
Júróvísjon hvað. Þar sem ég tel mig vita einkar mikið um þessa keppni og jafnvel flokkast undir júróvísjon njörð finnst mér það eina rétta í stöðunni að senda Sylvíu. Íslendingar hristu vel upp í Evrópu með Páli Óskari og stúlkum í leðurgöllum hér um árið (ég er að segja ykkur það- leður/latex búningar selja!) er tími til kominn að við endurtökum leikinn og björgum Júróvísjon frá dauða. Ég vona að meirihluti þjóðarinnar sé sammála.
En...rökkurró er sumsé official nafn ef þið væruð að velta því fyrir ykkur. Nafnið á hljómsveit sem á eftir að verða best. Sem ég tilheyri. Bíðið spennt. Ég er allavega spennt. Vúhú!
En nú ætla ég að hætta því að ég kann ekki að blogga langt lengur.
Hlustið á: Isobell Campbell og Mark Lanegan, það er að segja diskinn þeirra Ballad of Broken Seas. Aþþí ég segi það. Takk.

Þetta eru samt litlu bítlamýsnar. Svona í tilefni gullaldarinnar.

|

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Scatman
Það er svo fyndið hvað maður getur hugsað ótrúlega asnalega þegar maður er með hugann við eitthvað annað. Rétt áðan var ég að borða kvöldmat og þegar ég kom upp í herbergið mitt var síminn minn búinn að hringja. Ég var að hugsa eitthvað mun mikilvægra en var þó að velta því fyrir mér af hverju ég hafði ekki heyrt í símanum hringja. Síðan fattaði ég að það var bara útaf því að ljósið var slökkt í herberginu mínu. Svo kveikti ég ljósið til þess að ég gæti heyrt í símanum, labbaði út og fattaði hvað ég hafði verið að hugsa. Maður á sín góðu móment, já.
Síðustu dagar hafa verið brjálaðir. Bandbrjálaðir to the max. Núna á ég að vera að læra latínu en er alveg yfirgefin. Ha? Já, þetta átti eimmitt að vera uppgefin. Gosh ég á ekki að blogga núna, nei. Æ það er hvortsem er of mikið að segja til þess að byrja einhversstaðar.
|