laugardagur, janúar 21, 2006

Stef
Síðustu dagar hafa liðið hjá skuggalega hratt. Margt að gerast og hæst ber að nefna hina stórskemmtilegu söngkeppni MR sem ég tók þátt í síðastliðinn fimmtudag. Ég, ásamt 4 bakkröddum/dönsurum, söng diskóslagarann "Knock on wood" með tilheyrandi tilþrifum. Atriðið bar nafnið "Leðurdrottningin og prinsessurnar" og segir það margt um það sem átti sér stað uppi á sviði. Dreki, sverð, borðar, latex og bleik hárkolla komu við sögu og er óhætt að segja að ég hafi verið nær óþekkjanleg þegar ég steig upp á svið. Myndir eða vídjó eru vel þegin. Það var ótrúlega gaman að taka þátt og kom það okkur mjög svo á óvart þegar við vorum tilkynnt í þriðja sætið þar sem við höfðum bara verið með upp á fleeeeheeeppeeeeð og bjuggumst ekki við neinu sæti. Mér fannst siguratriðið mjög flott enda magnað lag,"Space Oddity", þar á ferð og frábærlega flutt af sigurvegurunum. Svo tók við eitt skemmtilegasta ball þessa árs þar sem gusgus lék fyrir dansi, trylltum dansi, trylltum sveittum dansi, trylltum sveittum dansi með bleika hárkollu. Já.
Annars er það mikið þessa dagana: hljómsveit, markaðsnefnd Skólablaðs, ræðukeppni, leiksrá Herranætur og allmennt líf. En ég kvarta ekki.
Ég er samt löt þessa dagana, enda nota ég frítímann sem ég hef fyrir utan þetta oftar en ekki í hangs í hæsta gæðaflokki. Ég ætti samt að koma meiri lærdóm inn í þetta góða hangs. Þá væri það fullkomið hangs frá öllum hliðum. Eða þúst.
En núna nenni ég ekki meir. Bloggþörf mín er voða nett.
|

föstudagur, janúar 06, 2006

Á þessari stundu...
..lít ég út eins og útigangsmaður í hippastíl með hvítu rusla yfirbragði.
EN ÞÚ?
|