þriðjudagur, október 25, 2005

Öppdeit
Laugardagurinn var rosaleg skemmtilegur. Held að ég hafi ekki skemmt mér jafn vel í langan tíma og ég gerði á Ratatat og svo þaut ég með góðu fólki að sjá My summer as a salvation soldier og það var mjög indæll endir á hátíðinni.
Ég var reyndar ótrúlega heppin þarna þar sem ég þurfti einungis að bíða í tæpan klukkutíma í biðröð og sá allt sem ég vildi sjá.
Skipuleggjendur hátíðarinnar fá þó ekki plús í kladdann, frekar en meirihluti tónleikagesta.
En ég fékk það sem ég vildi. Sátt.
Ég er núna að fara til læknis til þess að athuga hvort að beinið mitt sé gróið.
Satt best að segja hlakka ég ekki til. Ég er ekki viss með neitt lengur.
Ég þoli ekki þegar mér finnst eitthvað sem mér langar ekki að finnast. Gerist æ oftar.
Ég var alvöru kona í gær, ein af þessum fimmtíuþúsundum. Það var ansi hresst og ótrúlega skemmtileg upplifun.
Segi nú samt ekki að ég sé ný kona eftir þetta.
Ég var hvortsemer örugglega ágæt kona fyrir.
Ég er að sleikja bragðgóðan gaffal- með núðlubragði og hlusta á lélega söngkönu.
|

laugardagur, október 22, 2005

Síðustu fjórir dagar
Gott
 • Daníel Ágúst
 • I Adapt
 • Kimono
 • José Gonzales
 • Architechture in Helsinki

Annað skemmtilegt

 • Ratatat í kvöld
 • Anarchists are hopeless romantics
 • Hann
 • Nammið sem ég ætla að fá mér
 • Gott kaffihús í gær
 • Já, hún er örugglega fullorðin
 • Miði á Sigur Rós

Slæmt

 • Helvítis lærdómur
 • Hlutir sem eru að fara að breytast en ég vil hafa svona
 • Kaltkaltkalt!
 • Airwaves raðir

Sorrí maður, ég er bara svo útúrpunktuð í dag. Þetta er ekkert alvöru blogg...

|

sunnudagur, október 16, 2005

Öfundið mig
Stundum tekst mér á ótrúlegan hátt að framkvæma ofur-sniðuga hluti.
Eins og í gær.
Hildur situr í bíl og verið er að skutla henni á stað. Bíllinn kemur á áfangastað, Hildur þakkar fyrir sig og hoppar fallega út. Hildur lendir í drullupolli og vill svo til að hún er með síðan trefil sem á skemmtilegan hátt þurkar upp um helming drullunnar í pollnum. Hildur ákveður að gera gott úr þessu og hlær af óförum sínum, en tekur svo við að hrista drulluna úr treflinum. Það heppnast svo vel að í staðinn fyrir að drullan þeytist á brott rignir henni allri yfir Hildi. Þessvegna verður ljósa úlpan hennar doppótt, andlitið freknótt, gleraugun fá skemmtilegan blæ, og buxurnar og skórnir drulludoppótt á áður óséðan hátt.
Allir sem áttu leið framhjá Hildi á þessum fjölfarna stað í gær hljóta að hafa dáðst að henni. Það er nefnilega ekki á allra færi að framkvæma svona og halda kúlinu út í gegn.
|

sunnudagur, október 09, 2005

Sunday(The Day Before My Birthday)
Þið sem hélduð að ég hefði gefið upp öndina. Nei aldeilis ekki, ég er dýravinur.

Loksins koma þær, 5 tilgangslausar staðreyndir um Hildi Kristínu Stefánsdóttur.

Númereitt Elsta minningin mín er frá því að ég var um það bil 2 ára gömul. Ég var úti í USA í skemmtigarði og var sett í barnahringekju með bílum. Það var hinsvegar ekki efst á óskalistanum þá og ég öskraði af lífs og sálar kröftum alla leið. Það var reyndar bara vegna gremju út í foreldra mína því þau völdu ljótasta bílinn í allri hringekjunni.
Númertvö Ég á fullan kassa af dagbókum sem ég hef skrifað í síðan ég fermdist. Ég kíki nokkrum sinnum á ári í þær ef mér líður illa, það huggar mann einhvernveginn alltaf.
Númerþrjú Ég mynda mér skoðun á flestöllu fólki sem ég hitti. Ég vil ekki dæma það en skoðunin snýst um hvernig ég held að það hagi sér og hvort mér geti líkað við það. Ég get samt sagt ykkur að í svona 70% tilfella stenst það sem ég hélt. Ég er soldið góður mannþekkjari held ég. En ég reyni að láta þessa skoðun ekki hindra mig í að kynnast fólkinu, því að sumt af því fólki sem ég hélt að ég gæti aldrei átt samleið með, þykir mér einna mest vænt um í dag.
Númerfjögur Mér finnst í alvöru mjög gaman að heyra álit fólks á mér. Verst að fólk þorir næstum aldrei að segja öðru fólki hvað því finnst um það. Það getur nefnilega oft gert daginn bjartara að hrósa öðru fólki eða fá hrós.
Númerfimm Mér langar oftar og oftar að komast burt frá því sem ég geri og fara að gera eitthvað alveg nýtt. Svo er ég alltaf að breyta um skoðun hvað mig langar mest að verða. Einn daginn langar mig að stofna fyrirtæki, annan daginn ætla ég að texta kvikmyndir og þann þriðja ætla ég að lifa á tónlist.

Æji af hverju þarf ég að blogga svona emo eitthvað.
Ég hefði alveg eins getað sagt:

Númer eitt Ég vel frekar lituð og áberandi föt en venjuleg.
Númer tvö Tónlistarsmekkurinn minn stækkar og víkkar og batnar með degi hverjum
Númer þrjú Ég elska asnalegan skyndibita eins og crêpes, kebab og pulsu með kartöflusalati.
Númer fjögur Ég þjáist af frestunarveiki á háu stigi.
Númer fimm Ég vil helst komast hjá því að horfa á ógeðslegar myndir. I don't see the point..

Hana nú. Þið fenguð tvöfaldan börger í dag.
|