mánudagur, júní 27, 2005

Ég vissi að ég væri að gleyma einhverju.
Ég opnaði herbergið. Á móti mér tóku gargandi barnablöðrur, svona eins og maður týndi á 17.júní á æskuárunum. Svampur og tígrisdýr, en ég lét hæðnissvipin á þeim ekki blekkja mig og hélt ótrauð inn. Þar blasti hún við mér. Ein og yfirgefin. Ég rétt náði að greina veikburða hvísl.
Ég settist niður. Á ógnarhraða rifjaðist svo margt upp fyrir mér síður, fólk og tónaflóð
Svo mundi ég það sem mér var ætlað að muna.
Ég á bloggsíðu.

Æ þúst ég er bara svo gegt upptekin núna mar.
Eða á eftir að finna mér leim afsökun fyrir því að hafa ekki bloggað.
Ég skal blogga þegar ég finn hana.
|

þriðjudagur, júní 14, 2005

Kattarklær
Það vill svo skemmtilega til að fyrirsögn þessa bloggs er samnefni spennusögu sem ég skrifaði fimmta aldursári. Sú saga var hádramatísk þó með klassísku ívafi -togstreitu kattar og músar. Ég nenni ekki að grafa hana upp svo að ég ætla að segja ykkur litla sögu sem henti mig á laugardagskvöldið.
Það var síðla laugardagskvölds að þrjár prúðbúnar stúlkur gengu saman götu litla er staðsett er í miðbæ Reykjavíkurborgar, götunafnið skal ekki tekið fram. Þær voru í góðu glensi enda á leið heim eftir vel heppnað kvöld á veitingastað einum þar í nánd. Gegnum hlátrasköllin var hægt að greina að þessar stúlkur gátu ekki gert sér í hugarlund hverju þær ættu eftir að lenda í örfáum augnablikum síðar. Rétt áður en bifreið þeirra kom í ljós ráku þær augun í kött, fallegan kött er hafði hreiðrað um sig á steinvegg við hlið gangstéttarinnar. Minntust þær á hve fagurt dýrið væri og var sem kisi skildi hvað þær segðu. Hann stóð upp og teygði úr sér á dýrslegan en jafnframt tignarlegan hátt og gaf frá sér meðfylgjandi, sennilega til að bræða hjörtu stúlknanna. Staðnæmdust þær fyrir framan þennan framandi kött og brostu lítið eitt. Rak þá elsta stúlkan augu í tvo miða er kötturinn hafði legið hjá. Annar blár og smærri hvítur inn í. Þreif stúlkan þá bláa miðann og opnaði. Ó, hvílík skilaboð! Stóð skrifað stórum stöfum í miðju miðans - "Behave!"
Yngsta stúlkan var þó ekki jafn fundvís því hinn hvíti miði var einungis leigubílakvittun.
Þó stúlkurnar vissu ekki til hvers miði þessi var, sáu þær að skilaboðin væru skýr og hugðust fara eftir.
Sú elsta hirti miðann og á hann enn þann dag í dag.
Svo er bara að sjá hvað gerist, því eftir mínum bestu heimildum má með sanni segja að sú elsta hafi ekki framfylgt boðunum. Sú næst elsta ekki heldur. En um þá yngstu er ekki enn vitað.
|

mánudagur, júní 06, 2005

Fallegir Litningar
Þetta er alveg fáránlegt. Mér finnst svona eins og ég sé þvílíkt dugleg að blogga og bara vá fólk verður sko að hafa sig allt við til að fylgjast með. Það er sjálfsblekking. Ég blogga svona max einu sinni í viku. Já, nokkuð aumt en það er ekki eins og ég ætli að gera neitt í því að bæta það!
Þessvegna var þessi málsgrein algjörlega tilgangslaus því að þetta vitið þið nú þegar.
En skiptir ekki máli.
Dagurinn í dag var alveg aldeilis fínt.
Það var rigning en ég er eiginlega hætt að tengja rigningu við leiðindi eins og ég gerði alltaf. Ég er eiginlega bara orðin frekar heilluð af rigningu.
Og ég veit um leið og ég skrifa þetta að ég á eftir að lenda í einhverri kaldhæðnislegri aðstöðu einn rigningardag.
En ég svaf hálftíma yfir mig en vaknaði samt í góðu skapi.
Ég fór í vinnuna og komst að því, mér til mikillar gleði að það var aðeins eitt dreifirit - Blaðið.
Ef þú minn kæri lesandi ert ekki nú þegar kominn með svona "Engann ruslpóst hér" límmiða og hefur ekki heldur sett upp sjálfur miða sem stendur á "Og ekkert Blað hingað heldur" þá sting ég upp á því að þú gangir strax í það verk að koma því upp. Ég tala nú ekki um ef að ég er að bera út í hverfinu þínu!
Þetta eru verkfæri...vondra manna.
Eftir að hafa tiplaði í rigningunni og fengið að bera út með skemmtilega svíanum sem talar svo sætt kom ég heim, snemma og hóf að glamra á minn góða gítar af stökustu snilld. (Ja, ég veit nú samt ekki með síðustu fullyrðingu..) Ég gleymdi að mæta í sjúkraþjálfun, en það var alltílagi því að ég fór samt á æfingu þar sem ég hljóp eins og ekkert hefði skorist. Leit framhjá þeirri staðreynd að ég hef ekki getað hreyft mig eðlilega í 2 vikur. Þetta er kírópraktor kalli að þakka. Ég fíla svona fólk sem bara lagar það sem er að.
Ekkert vesen.
Svo brunaði ég niður í Skífu með vel völdum aðdánda Köldu kallanna og við fjárfestum í splunku nýjum eintökum af X & Y sem við fengum afhendan í settlegum Coldplay poka, svona til að auka á gleðina.
Svo hér sit ég nú og bíð eftir heimsókn með óma af fallegum tónum í bakgrunni.
Mér finnst gaman núna.

|