þriðjudagur, maí 31, 2005

Hringekja
Hvar er Hildur núna? Ooo - nei! Hún er sko ekki í Andorra! Á sunnudagsmorguninn átti ég sumsé að setjast uppí flugvél og halda upp í loftin blá. En allt kom fyrir ekki. Alveg fram á síðustu stundu var haldið í vonina að ég gæti hlaupið, en ristin mín var ekki á sama máli. Ég varð að bíta í það súra epli í þetta skiptið. Sjúkraþjálfarar, nuddari, nálastungur, hnykkjari, læknir, þjálfarar og hinir og þessir. Allir að reyna að redda. Ég er því ennþá hálf-fötluð, vonum að það batni.
Samt sem áður er tilveran ansi skemmtileg þessa dagana.
Ég fór á yndislega tónleika á laugardagskvöldið.
Lady & Bird í Óperunni.
Ljúflingarnir tveir voru þar ásamt heilum stúlknakór og hörpuleikara. Þau bræddu sérhverja sálu og allt sem Barði sagði var fyndið. Það bara var það. Tónlistin þeirra er mjög angurvær, róleg og falleg svo maður var í hálfgerðri leiðslu þarna, enda nálægðin gífurlgega mikil og andrúmsloftið eitthvað svo frábært.
Mann svona langaði að labba að öllum og knúsa eftir þessa tónleika. Enda knúsuðum við Elísabet hvora aðra áður en við fórum og keyptum okkur gott í gogginn.
Sorbet er æði.
Svo er líka fólk sem á mjög stóran part í því hvað ég er hamingjusöm þessa daga.
Og tónlist. Antony and the Johnsons.
Ég er ástfangin. Og söngvarinn er klæðskiptingur.
Í ljósi nýliðinna atburða þá get ég andað rólega. Annars væri ég farin að efast um kynhneigð mína, ég meina- júróvísjon líka!
En fyrir algjöra tilviljun uppgötvaði ég semsagt A&tJ. Las umfjöllun um þá á hinum margumtöluðu mP3 bloggum. Ákvað að dánlóda lagstúf- sem var bara 1 min úr lagi. Og viti menn, ég fraus. Ég fékk gæsahúð og hlustaði aftur og aftur.
Eitthvað við þessa rödd, ég bara veit ekki hvað.
Náði í 2 lög í viðbót og svo liðu ekki margir dagar þar til ég hljóp niður í 12 tóna og keypti "I am a bird now" sem ég mæli hiklaust með og lagið sem ég féll fyrir heitir "Hope there's someone"
Það er samt svo týpískt að þetta sé bara eitthvað thing hjá mér, en enginn annar fíli þetta.
Annars eru þeir að koma til Íslands og ég lýsi hérmeð eftit tónleikapartner.
"Stamp collecting can teach children many helpful life skills"
Hversu yndislegt spakmæli er þetta, sem ég las á bréfi sem ég var að bera út, ættað frá Afríku!
Annars mæli ég með færslunni um Grænu hættuna
Þartilnæst
|

fimmtudagur, maí 26, 2005

Myndgáta
Einn tveir og byrja...


-h +f

-m + - nsk pilsner

OG

- síðustu 3 stafir +n

-b

á íslensku -g

...bara svona ef þið vissuð það ekki
|

laugardagur, maí 21, 2005

"Klappið í svona 30 sek. og þá kem ég aftur og spila tvö uppklappslög"
Hann er svo mikið yndi, hann Mugison. Sá hann læf á Nasa í gær og hvílík upplifun! Það var ótrúlegt að sjá einn mann, gítar, tölvu, tvo litla syntha og mæk flytja sína frábæru tónlist á ólýsanlegan hátt. Salurinn var tekinn upp og settur í lögin á staðnum og konunni hans varpað á gítarinn þar sem hún söng bakraddir á milli þess sem hann sagði kúkasögur (allur salurinn hló) og gleymdi textum á svo skemmtilegan hátt. Svo var líka mjög skondið að sjá Íslendingana þýða alla brandarana hans fyrir milljón útlendingana sem voru þarna og allir útlendingarnir svona hlægjandi eftirá. Já, þarna ríkti gleði.
Ég fór ekki í útilegu 3.bekkjar. Slæmt kannski, en ég fékk klikkaða tónleika í staðinn. Alls ekki slæmt. Pabbi og mamma eru farin til Hollands og ég og gítarinn sitjum saman og pössum hvort annað. Meiraðsegja hundurinn er gone... En ég er sátt. Svo er ég líka í sumarfríi fram á mánudag. Sáttsátt. En mér er illt í fætinum og ég fór upp á slysó um daginn og fékk stærsta teygjusokk í heimi og það er verið að gera mig íbúfenaddicted. Mínus eitt sátt. Samasem sátt. Fínt flott. Af hverju er ég að blanda stærðfræði inn í þetta?
Ég er júróvísjon nörd eins og þeir sem þekkja mig best vita. Ég hef verið það síðan í barnæsku og mun ætíð verða. Eitt sinn nörd, ávallt nörd. Þessvegna hafði ég gaman að keppninni á fimmtudaginn og mun skemmta mér í kvöld. Ekki það að ég fíli svona tónlist endilega, en ég dæmi lögin út frá júróvísjónlegum forsendum. Mér fannst íslenska lagið ekki nógu gott, en það var betra en mörg önnur. Mér fannst hinsvegar íslensku búningarnir hræææðilegir í einu orði og ég skil ekki hvernig konan sem var stílisti fyrir íslenska hópinn geur kallað sig stílista. Hún veit fokking ekkert um hvað er fallegt eða ekki. Hún var alltaf með tískuþátt í Birtu sem var bara mesta krapp í heimi og svo þykist hún ætla að vera voða sniðug og senda Selmu á svið í síðum sundbol með glimmeri og hettu. Svei henni. Ég get líka fullvissað ykkur um að í keppni sem þessari skiptir svona máli. Þegar öll lögin eru jafn hálfléleg þá er maður minnst að fara að kjósa fólk í ljótum búningum, nema það sé fyndið.
Æji nóg af júró-röfli, þeir sem vilja meira setja sig bara í samband. ÁFRAM NORGE!
En elsku fólk -GLEÐILEGT SUMARFRÍ!
Hildur, out.

|

sunnudagur, maí 15, 2005

Nenniru að koma út og grarfa saman?
Á Laugarvatni er sennilega rekin eina Grörfuþjónustan á landinu. Mér fannst það óttalega sætt þegar ég rak augun í auglýsinguna í sundlauginni þar sem á svo ótrúlegan hátt var búið að klúðra svona einföldum hlut. Mér finnst þetta samt gott nýyrði. Þarf bara að redda góðri merkingu líka.
Ég var sumsé í svona æfingabúðum á Laugarvatni sem var hin besta skemmtun. Við enduðum með að fara á Pizza 67 á Selfossi og vera ógeðslega pirrandi. Borða fáránlega mikið af pizzum á hlaðborði, færa hjúmongus leðursófa og almennt bara já.
Svo hefur afgangurinn af helginni einkennst af almennu ólæri. Alveg skemmtilegt hvað ég er komin yfir lítið efni fyrir blessaða eðlisfræðiprófið. Já ég er sífellt að ná nýjum hæðum í hlutverki kærulauss námsmannseymingja.
Vá, ég er í þessum skrifuðu orðum að hlusta á Shake your coconuts sem hún elskulega Sigrún sendi mér, það gerist varla súrara.
Ég er afskaplega heit fyrir The Flaming Lips þessa dagana. Og það er eimmitt eitt lag með þeim sem ég bara næ ekki úr hausnum á mér, Do you realize?? heitir það. Tekstinn er bara svo skemmtilega naíf eitthvað!
Do you realize
That you have the most beautiful face?
Do you realize
We're floating in space?
Do you realize
That happiness makes you cry?
Do you realize
That everyone you know someday will die?
And instead of saying all of your good-byes
Let them know you realize that life goes fast
It's hard to make the good things last
You realize the sun doesn't go down
It's just an illusion caused by the world spinning round
Do you realize?
Do you realize
That everyone you know someday will die?
And instead of saying all of your good-byes
Let them know you realize that life goes fast
It's hard to make the good things last
You realize the sun doesn't go down
It's just an illusion caused by the world spinning round
Do you realize
That you have the most beautiful face?
Do you realize?
Mmm..það er eitthvað við þetta. Svona eins og jarðaber, já alveg eins og jarðaber. Svo má ekki gleyma sándtrakkinu úr Goodbye Lenin, sem er unaðslegt. Ég á það samt ekki. Héðinn lánikallinn minn reddaði því.
Æji ég er svo þreytt að ég nenni engann veginn að blogga meira.
Grarf grarf.
|

mánudagur, maí 09, 2005

Andorra?
Þá eru fleiri próf búin en eftir eru. Það er alltaf ánægjuleg staða sem ætti að gleðja eilítið. Það var jarðfræðin í dag, sem hver mannsbarn ætti að vita að er ekki mitt uppáhalds fag. Mér gekk svona skikkanlega en kom sjálfri mér á óvart með því að vera bara of róleg með þetta og enda með því að ná ekki að klára! Slappt.
Fékk að vita í gær að ég væri víst að fara til Andorra í lok mánaðarins. Mér finnst það virkilega fyndið. Þetta er næstum því bara punktur á landakortum, þar er töluð katalónska ef mér skjátlast ekki og þau eru með hræðilegt júróvísjonlag. Ég þekki líka engan sem hefur farið þangað, er það nokkuð? Þá er ég meiraðsegja að fara að skáka pabba kallinum við. Fyrsta land sem ég kem til sem hann hefur ekki komið til. En já, ég er sumsé að fara að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum. Það verður án efa partí.
Ég get hreinlega ekki beðið eftir að prófin klárist. Mér finnst það reyna svo gífurlega á mitt litla sálartetur þótt ég geti ekki gerst sek um að læra mikið. Þetta er bara svo niðurbrjótandi eitthvað.
En tónlist og ný heyrnatól (stærri en afi minn) hafa reyndar bjargað miklu. Talandi um tónlist þá rakst ég hérna á nýtt Coldplay lag, Talk (dánlódið því hér) . Þetta er eitthvað óútgefið stöff þar sem meistarar Coldplay eru sumsé að fá nokkrar hugmyndir lánaðar hjá Kraftwerk, sem er víst í miklu uppáhaldi hjá þeim. Mér finnst þetta sniðugt lag og þá er ekki úr vegi að minnast á annað sniðugt lag, en það er nýja White Stripes lagið, Blue Orchid. Njótið nú vel börnin góð, en þessa góðmennsku mína er upp úr því að hafa að ég hef á síðustu dögum fengið brennandi áhuga fyrir mp3blog-fyrirbærinu. Tær snilld.
Ég er svo heilalaus í dag sem aðra daga....en verum samt glöð og kát krakkar mínir!

|

miðvikudagur, maí 04, 2005

Miðvikudagskvöld
Markmið: Fara úr peysunni
Útkoma: Festist í tölvunni í fjörtíu mínútur
Glæstur árangur Hildur.Évilsona játakk!

|

sunnudagur, maí 01, 2005

Litlir hlutir
Það er merkilegt hvað sturta, settlega skorið grænt epli, sódavatn og fólk eins og Emilíana Torrini og Kings of Convenience gerir lærdóm fyrir stærðfræðipróf bæranlegri.

.
|