sunnudagur, apríl 24, 2005

Tussufrussa

Ég gerðist menningarleg þessa helgi. Á föstudaginn skellti ég mér í bíó á La mala educación á kvikmyndahátíðinni. Hvílík gargandi snilld verð ég nú bara að segja. Þessi mynd skipar sér í hóp bestu mynda sem ég hef séð. Mig langaði strax að sjá hana aftur. Kannski var það líka út af því að mér og Sigrúnu tókst á glæstan hátt að koma svona fimmínútum of seint. Það er samt ótrúlega lár fjöldi mínútna ef maður athugar að ég er sein. Sigrún er seinni. Við samanlagt og aðeins 5 mínútur! Ég held þó að hún hafi átt 4 mínútur. En nóg um það.
Gabriel Garcia Bernal er fallegur maður, afar fallegur. Hann lék í þessari mynd og einnig Motorcycle Diaries sem ég sá um daginn. Þið megið alveg gefa mér símanúmerið hjá honum ef þið þekkið hann.
Á laugardaginn fór ég svo í leikhús. Þar lærði ég til dæmis orðið sem er í fyrirsögninni. Og ég sem hélt að svona orðbragð væri ekki kennt á svona hámenningarlegum stöðum! Héri Hérason hét verkið sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Þetta var afar kraftmikil og skemmtileg sýning sem kom mér á óvart. Hún gat í rauninni ekki gert annað þar sem ég vissi ekkert um hana. Það er oft fínt að vera ekki með neinar væntingar.
Í dag ætlaði ég svo að fullkomna menningarþrennu helgarinnar og fara á listasafn. Myndasögusýningu. En ég beilaði á því af sökum druslugangs. Og með því að sannfæra sjálfa mig á að ég ætti frekar að læra. Mér tókst að sannfæra mig, en ég fylgdi sannfæringunni slælega eftir.
Í staðinn horfði ég til dæmis á Eurovision þátt og Opruh. Já, þar sökk menningargildið um nokkur stig. Annars var Opruh þátturinn alveg frekar sláandi. Hann var um Lance Armstrong hjólreiðakappa. Hann slóg mig eiginlega bara útaf laginu. Ég vissi lítið sem ekkert um þennan mann en komst að því að hann fékk krabbamein í eistu, lungu og heila rétt eftir tvítugt og voru svona 40-50% líkur á að hann myndi lifa þetta af. En hann efaðist aldrei og vann sig gegnum sjúkdóminn, kom fílelfdur til baka og sigraði Tour de France 6 sinnum. Vá, ég get ekki annað sagt. Ég dáist af fólki eins og honum og maður getur ekki annað en hugsað sig um eftir að hafa séð svona. Klappklapp fyrir Lansa.

Mæli með: seríósi með banönum og Keep Fallin' með Hot Chip

|

þriðjudagur, apríl 19, 2005

"Hugurinn ber mann hálfa leið...og....og hálfnuð er leið þá hafin er! Heyrðu þá þurfum við ekkert að fara í strætó! Ha? Ha?" Einhverjir gáfuðustu rónar sem ég hef orðið vitni af, Lækjartorg, í dag, 18:47. Afhverju var ég stödd þar? Jú, ég fór í prufu fyrir vinnu í Götuleikhúsinu. Eða ætlaði að fara í prufu. Þegar við vorum búin að afklæða á okkur fæturna og búið var að fræða okkur aðeins um starfið, kom bomban. Konan sagðist vilja hafa það á hreinu að þeir sem gætu ekki unnið þær 8 vikur sem Götuleikhúsið yrði starfrækt-yrðu ekki ráðnir! Ég með mínar fyrirhuguðu utanlandsferðir labbaði þá bara út, enginn tilgangur fyrir mig. Þetta hefði nú mátt segja manni í símann í staðinn fyrir að láta mann koma þarna í tilgangsleysi. En ég þarf ekki að örvænta, Pósturinn leyfir mér að fara til útlanda, svo það verður póst-sumar og vonandi Afríka og Eistland!

Ég vil mæla með Beth Gibbons og Rustin Man. Þau eru svo yndisleg að Kyoko(poddinn minn) hefur ekki fengið að gefa mikið annað frá sér uppá síðkastið. Ég vona að hún gefist ekki upp á mér og segji mér upp. Ég yrði nokk eyðilögð án Kyoko.

Hey, henti inn myndum frá kosningarvöktebói á NÝJA myndasíðu( gamla er fyllibytta).

Nenniggimeir, skrifið eða dettið niður stiga!!
|

laugardagur, apríl 16, 2005

Góðan daginn!
Hér sit ég á laugardagsmorgni klukkan rúmlega 9, fersk að vanda. Sjálfspíningarhvöt mín er á háu stigi þessa dagana þar sem ég er að fara í æfingarbúðir(trainingshops) þessa helgi en ég þyrfti mest af öllu að sofa. Og læra stærðfræði, en það er líka sjálfspíníng. En ekki fer allt alltaf eins og best verður á kosið.
En vikan var mjög skemmtileg. Á miðvikudaginn var tryllt grímuball(maskdance) á Pravda. Valbúrgerinn minn var svo góð að halda fyrirpartí, með hálfum dags fyrirvara. Ég, Elísabet og Ingibjörg hituðum okkur þó upp fyrir það með að fara á Ruby Tuesday(Rauðbrúnn Þriðjudagur) og skola niður tveim Triple Chocolate Tallcake( Þreföldum Súkkulaði hávöxnum kökum). Úff, hjúkkan, sjóræninginn og bond-stúlkan voru að vonum alltof saddar en heppnin var með okkur og Bond, Björn Bond fann okkur á leiðinni þaðan og sá um keyringar í fyrirpartíð með dágóðum stoppum. En já, fyripartíið(the before party) var stakasta snilld. Bekkurinn(the bench) var mættur og nokkrir aðskotahlutir, sem höguðu sér þó vel. Mikil kæti ríkti, og voru búningarnir af öllum gerðum og stærðum(MYNDIR). Þegar klukkan var orðin rúmlega ellefu, færðist partíið yfir í strætó(Street-o) þar sem gleðin hélt áfram. Strætóbílstjórinn hefur ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið( where the weather came from) þegar strætóinn fylltist af uu, já hressum, unglingum í grímubúningum, syngjandi hástöfum(high-letters). Eini eðlilegi farþeginn fór út á næstu stoppistöð. Þegar við komum loks niður í bæ færðum við líf og fjör í röðina og von bráðar var öll röðin orðin syngjandi, Bítla og Britney. Komumst inn rétt fyrir tólf svo að glöggir lesendur geta séð að ég var aðeins rétt rúman klukkutíma (clock-time) á ballinu sjálfu. Hann var því nýttur vel og dansað eins og hjúkka, spjallað og haft gaman. Svo var öllum skrílnum hent út og náði ég þá með einstökum hæfileikum hjúkkunnar að húkka mér far hjá bekkjarbræðrum mínum(my benchbrothers) og spara því leigubílsfé(rentingcarmoney). Hressleikinn var þó ekki alveg farin, en ég sofnaði samt fljótlega, enda skóli daginn eftir- myglaður skóli! (SÖNNUNARGAGN)
Á fimmtudaginn var það svo Ömmukaffi, bandið UHU, með félögum mínum, skemmtilegt samansafn þar. Sjúkt góður trommari sem dáleiddi mann gjörsamlega upp úr kakóbollanum! Og svo heim þar sem beið fyrirlestur( before-read). Og í gær var ég bara eins og þreyttur krókódíll, mjög þreyttur krókódíll. Ekki gaman, neii.
En helgin verður tekin með trompi,
Sælt.

Aths.! (skrifað kl 19:57 sama kvöld) Öhh...ég var súr í hausnum þegar ég bloggaði(svigaflipp), en "sletturnar" eru tileinkaðar góðum vini sem stundar beinþýðingar af kappi!
|

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Slagur- feitur slagur!
Skólinn í dag var allmennt brjálaði. Allskonar góðgæti og rusli prangað inn á mann hægri-vinstri og vart hægt að þverfóta fyrir áróðri. Bæði menn og konur hafa líka stundað það mikið að lofa upp í ermar sér, sem er vitanlega vafasamt. Spilafélagið Slagur(Elísabet, ég, Sigrún) buðum svöngum nemendum upp á spilakökur og myndskreytt spil. Svo eftir þetta brjálaða hádegishlé voru mótmæli við Alþingishúsið gegn styttingu náms til stúdentspróf. Ég tók fullan þátt í þeim enda finnst mér þau fullkomlega eiga rétt á sér. Á sama tíma féll niður sögupróf þannig að skóladagurinn var fremur sætur. Enda nóg af sykri hent í mann. Í kvöld er það svo Edith Piaf og á morgun : Kosningarnar!

Ég vil biðja fólk að láta ekki gylliboð blekkja sig og kjósa eftir bestu sannfæringu og hér kemur sannfæringin.

Þegar þér, kæru vinir hafið sest niður fyrir framan tölvuna á morgun til þess að kjósa, munuð þér sjá framboð til Spilafélags Framtíðarinnar. Merkið þá exx við eftirfarandi nöfn: Elísabet, Hildur og Sigrún, ef þér viljið eiga góða framtíð í vændum, fulla af spilagleði og glaum .

Takk fyrir.

Þessi áróður var í boði Spilafélagsins Slags ( hér er slagur, um slag, frá slagi, til slags!?)
|