föstudagur, febrúar 25, 2005

!!!
Það er hljómsveit. Ég er að hlusta á hana núna. Þökk sé snilldinni.
Það er eitt fyrirbæri sem er mér mikið hugsunarefni, nú sem fyrr. Ég velti því oft fyrir mér enda sé ég það verulega oft. Svo oft að maður spyr sig hvort það sé nauðsynlegt, eðlislægt eða bara svona ótrúlega útbreiddur ávani. Mér finnst þetta fyndið fyrirbæri en samt pirrar það mig frekar mikið. Sérstaklega þegar það fer út í öfgar, sem gerist oft á tíðum. Þetta er mjög áberandi í fjölskyldu minni og ég er sérstaklega í áhættuhóp að fá þetta fyrirbæri, jafnvel á háu stigi eins og móðir mín. Stundum gerist ég sek að stunda þennan leiðinda sið og verð virkilega vonsvikin þegar ég fatta það. Ég geri mitt besta í að reyna að útrýma þessu hjá mér og mínum og vona að eftir nokkur ár verði heimurinn laus við:
speglasvip.
Ég er ekki viss hvort að strákar viti hvað ég er að tala um, enda hef ég ekki séð marga stráka með speglasvip. Þetta lýsir sér semsagt í því að kona/stelpa horfir í spegil og breytir þá andlitsfalli sínu ósjálfrátt til dæmis með að setja örlítinn stút á varir, þrýsta þeim fram, lyfta augabrúnunum eða eitthvað í þeim dúr. Þetta er í alvörunni virkilega heimskulegt, en það eru kannski ekki margir aðrir sem taka eftir þessu.
En hvaða tilgangi þjónar þetta? Konurnar eru að gera þetta eingöngu fyrir sjálfa sig svo þær "haldi" að þær séu "fallegri" akkúrat á meðan þær horfa í spegil. Þá geta þær gengið sáttar í burtu frá speglinum og brosað framan í lífið, vitandi að þær líta "fallegar" út. Þær muna bara myndina úr speglinum, halda að þær líti þannig út og fussa svo og sveia þegar það eru teknar myndir af þeim. "Gvöðhvaðégmyndastílla"
Nú, nema þær séu svo með speglasvipinn á myndinni!
|

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Ég var með steina á bakinu og keyrði heim í þokuni. En nú ætla ég að fara að sofa.

Við heyrumst...
|

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

AES

Áðan liðu tveir klukkutímar. Ég hef ekki hugmynd hvert þeir fóru. Þeim er sárt saknað því að þeir voru bráðnauðsynlegir í lærdóm fyrir efnafræðipróf. Hafi einhver séð þá eða tekið þá í leyfisleysi er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að láta mig vita. Þá get ég kannski öðlast meiri hugarró en er ríkjandi í konungdæmi Hildar akkúrat núna. Ég var að setja hettu yfir hausinn á mér. Það er virkilega róandi.

Ég fór í þrjú próf í gær. Tvö hefðbundin og svo bætti ég einu við svona bara upp á gamanið, varð nú að bæta metið. Það þriðja var semsagt áhugasviðspróf. Ég fékk útkomu og í ljós kom að ég hafði áhugasvið. Frábært. Það er svo leiðinlegt að vera áhugaleysingi.
Nánar til tekið var ég Artistic. Það var svosem fínt, ég bjóst líka við því. Næst kom
Enterprising og þriðja var Social. Kerfið er svo skemmtilegt að það er hægt að raða upphafsstöfum þriggja efstu þemanna og finna hentugt starf samkvæmt því. Ég á helst að verða odíjóvisjúal pródöktjón spesíalist. Hvað sem það nú er.

Það sem ég elska NÚNA:
 • Kings of Convenience (yndislegur norskur dúett sem bræðir hjarta mitt en þeir mættu breyta nafninu kannski í Kings of Cola eða eitthvað álíka þægilegt)
 • Rúmið mitt, svefn, blund, dott, lúll, hangs
 • Dökkt súkkulaði frá Nestlé
 • Kyoko
 • Elskulegu vini mína og bekkinn minn
 • Bílprófið

Það sem ég elska ekki jafn mikið núna:

 • Próf, ritgerðir, fyrirlestra, heimavinnu
 • Framtíðina(ekki Framtíðina, heldur framtíðina, alltof mikið að ákveða)
 • Veðrið
 • Að skilja ekki- fólk og hluti
 • Stress
 • Gluggann minn
 • Hausinn minn
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, heldur rýr færsla kannski, en hey, fariði þá á Herranótt ef þið þarfnist meiri skemmtunar! Mjéh fannstða ógó æðó:)
|

mánudagur, febrúar 14, 2005

Vinsamlegast skrifið titil hér
Ég var að lesa blogg áðan og mér varð óglatt.
Ég ætla því ekki að gera annað en að segja ykkur frá myndum sem voru teknar á árshátíðadaginn. Er ekki sagt að myndir geti sagt meira en mörg orð? Ég veit ekki um það,
en hérna:
|

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Fríkadellur

Ég ætla að hafa þetta aðeins uppbyggilegara og bjartsýnara en síðustu færslur hafa verið. Það hafa allir gott af því. Enda er ég komin í frí og þá er maður alltaf glaður. Eða þegar einhver gefur manni nammi, eins og ég sagði eðlisfræðikennaranum í dag. Hann hló bara að mér. Honum fannst ekki góð athugasemdin mín að það mætti hlusta á iPod því að hann hefði verið að fjalla um svoleiðis í síðasta tíma. Hann gerði það víst og teiknaði meira að segja mynd af hleðslutæki fyrir apparatið upp á töflu. Þetta gerði það að verkum að ég sat það sem eftir var af eðlisfræðitímanum í öngum mínum yfir þeim villandi skilaboðum sem heimurinn er fullur af.
En svo gleymdi ég því og fór að hugsa um hvað gerðist ef maður setti albínóa í ljósabekk.

Það er frí á morgun og hinn, vúhú. Svo keypti ég mér líka mikið af skemmtilegu efni á útsölulokum um helgina: Interpol, the Eels, Kelis(Millionaire á fullu), Blonde Redhead og Lost in translation(langþráður draumur). Yndislegt.

Árshátíð á morgun. Dagurinn er þéttbókaður af skemmtidagskrá sem gengur mikið út á að næra líkama og sál af góðmeti, ætu sem upplifðu. Ég hlakka mikið til því nú á sko að skemmta sér- a la American Style. Samt ekki í bókstaflegri merkingu. Bandaríkin er þema árshátíðarvikunnar en við erum að fara út að borða á Ítalíu! Hérna erum við aftur komin yfir í villandi skilaboðin. Sannið til, heimurinn er stútfullur af þeim! En já okkur er alveg sama um það. Það er semsagt allt voða bandarískt í mínum elskulega skóla og allir tala ameríkönsku eins og mestu vitleysingar.
ÁrshátíðarLoki kom líka út í byrjun vikunnar. Hann er voða fallegur og gladdi vonandi hjörtu MR-inga sem og annarra inga sem í hann komust. En samt ekki auglýsendanna. Það er ótrúlegt hvað auglýsingar eru ótrúlega mikil plága í öllum myndum. Það er erfitt að safna þeim, og vesen að púsla þeim saman og svo er meiraðsegja leiðinlegt að skoða þær- og svo eru ljótu kallarnir óánægðir í þokkabót! No win situation here! -og þessi sletta var í boði árshátíðarviku Framtíðarinnar. Ég fékk að keyra druslu, beinskeytta druslu sem hikstaði og ískraði þegar ég þurfti að sækja Loka. Ég var eiginlega bara mjög stolt af mér þá. Ég keyrði semsagt druslu í fyrsta sinn, upp í Kópavog og fann einhverja bókbindistofu lengst út í sjó sem var eiginlega eins afskekkt og hægt var. Ingibjörg sat við hliðina á mér þannig að hún á smá af heiðrinum líka. Og já hvað? Náðum í alla Lokana, rötuðum þangað, skemmdum ekki bílinn og allir glaðir(stöðumælasekt?nei aldrei)!
En nú er Jagúar á fóninum sem er nóg fyrir alla til að hoppa í rúminu sínu. Ég er orðinn frekar mikið þreytt en vil ekki fara að sofa því að ég er í fríi. Þetta er dýrmætur tími sem á ekki að eyða í svefn! Endemis vitleysa. Þessi svefn stjórnar manni svo. Maður elskar hann, en samt vanrækir maður hann svo rækilega. Þetta er stormasamt samband en alltaf endar maður á að snúa til hans aftur, þrátt fyrir að hafa afneitað honum, kemur jafnvel skríðandi til baka. Án allrar dignitíu. Hann hefur mann svo í rassvasanum. Er svefn samt með rassvasa?
Cíceró anyone?
Þögn.
Jæja þá, góða nótt.

(Ah fokk, þetta lag átti engan veginn að koma núna- Let's stay together með Al Green. Helvítis villandi skilaboð..)

|

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Hvað get ég sagt?
Ég get svo svarið það, ef þessi vika hefur ekki verið furðuleg, verður engin vika það. Aldrei áður í ,,venjulegri" viku hef ég sofið í 2 klukkutíma, í tvær nætur. Ég hef aldrei áður þurft að vera svona skynsöm og tekið jafn erfiða ákvörðun sem var þvert á móti það sem ég vildi -enda á maður ekki að þurfa að gera það þegar maður er rétt orðin 17. Ég hef aldrei fundið fyrir jafn sterkum tilfinningum og þessa viku. Ég hef samt sjaldan orðið vör við jafn mikla væntumþykju og eimmitt þessa viku, öfugsnúið já. Ég hef aldrei áður reddað jafn flottu blaði frá grunni og ég gerði(æ þið vitið, við) þessa vikuna. Ég hef sjaldan verið jafn þungt þenkjandi og utan við mig. Ég hef aldrei elskað eina línu í lagi jafn mikið. Ég hef aldrei áður bloggað uppí rúmi.
Ég hef aldrei áður æj....skrifað þessa færslu.
Furðulegt.
Oh well, okay- Elliot Smith
Here's the silhouette
the face always turned away
the bleeding color gone to black
dying like a day
couldn't figure out what made you so unhappy
shook your head to say no no no
and stopped for a spell
and stayed that way
oh well, okay
i got pictures, i just don't see it anymore
climbing hour upon hour through a total bore
with the one i keep where it never fades
in the safety of a pitch black mind
an airless cell that blocks the day
oh well, okay
if you a get a feeling the next time you see me
do me a favor and let me know
'cos it's hard to tell
it's hard to say
oh well, okay
oh well, okay
oh well, okay
Þarna er línan mín fallega falin.
Vonandi eigið þið góða viku, ég vona að mín verð eðlilegari.
|