fimmtudagur, janúar 27, 2005

Upp og niður
Það er nefnilega málið. Lífið fer með mann upp og niður. Þú ert í hárri uppsveiflu og þá allt í einu ertu dottinn niður. Án þess að geta nokkuð í því.
Það böggar mig.
Það var allt svo sniðugt fyrir nokkrum dögum, í dag er það það ekki. Ég er veik og ég þoli ekki að vera veik. Þá er ég bara heima og líður eins og aumingja, já eins og aumingja. Það eina sem mig langar í er súkklað og vera með uppáhalds manneskjunni minni.
Vælukjói
Ég fór í bíó á Löngu Trúlofunina í gær. Hún var fín, en ekkert jafn mikið meistaraverk og ég hélt. Jafnaðist ekki á við Amelie. En samt falleg, á sinn hátt. Kannski var ég bara ekki nógu vel upplögð. Dagurinn í gær var neflilega ekki heldur uppá marga fiska
Síðasta sólarhring er ég búin að hugsa á við heila viku. Það þreytir heilann minn og það er farið að ískra í hjartanu mínu. Ég held samt að það sé útaf því að ég er veik.
Þessvegna langar mig að gera eitthvað hugsunarlaust núna. Eins og að horfa á bíómynd, en úppsadeisí! Engin bíómynd á svæðinu. Meira bögg.
Mig langar í alla hina Elliott Smith diskana. Keypti mér XO um daginn og hann er yndi. iPodinn minn er búinn að renna þessari elsku í gegn égveitekkihvaðoft síðan þá.
ég vil biðja fólk sem kallar sig bloggara að gjörasvovel að blogga
ég er ekki í stuði
|

föstudagur, janúar 21, 2005

Nýtt útlit

Já, ég vildi bæta gráu ofan á svart. Reyndar er ég mjög litaglöð manneskja en þetta lúkk er ég mjög sátt með, enda sjálfhannað að mestu leyti.
Ég er búin að elska eitt lag í allan dag. Mér fannst það aldrei neitt sérstakt en í morgun í strætó langaði mig alltíeinu óstjórnlega að hlusta á það og gerði það svo vel nokkrum sinnum yfir daginn. Kæru landsmenn, lag dagsins og sennilega þeirra næstu er:

Lucky- Radiohead
Þú hlusta núna, ef þú vilt upplifa fegurð.
Í gær var voðavoðagaman. Það var semsagt Söngvaball MR með öllu tilheyrandi! Mjög góð stelpa sem vann keppnina og það var mikið um fleeepp atriði. Mér fannst þau flest sem ég sá þvílíkt fyndin, en svo fannst víst ekki öllum! Maður hefur nú oft farið á fjölmennara ball, en það var fámennt en góðmennt og DJ Paul Oscar sá um að trylla lýðinn eins og honum einum er lagið.
Það var ógeðslega fyndið að horfa á fólk í Eðlis-og Stærðfræði kombóinu sem við fengum í fyrstu tímunum í dag. Fyrst um sinn var ég alveg að sofna oní bækurnar en svo þegar ég fór að líta í kringum mig vaknaði ég heldur betur. Ég hló mig máttlausa inní mér að óóótrúlega dofnum andlitum bekkjarsystkina minna sem láku í sitthvorra áttina með sljó augun í fararbroddi. Vá, ég verð að koma með vídjókameru næst í skólann eftir ball!
Annars fór ég á máttlausustu æfingu sem ég hef farið á í dag! Eftir að hafa hangið og talað í kortér eftir að við byrjuðum skokkaði ég í tíu mínútur rétt svo og var þá að sligast úr hósta og ég andaði eins og nashyrningur eða eitthvað. Frekar óaðlaðandi. Svo hafði ég ekki kraft í að teygja og lá eiginlega bara ofan á Þóru stundaði vælni. Hahah, eða nei stundaði ekki beint vælni en hún kom fyrir, enda leið mér ömurlega. Þóra var svo elskuleg að skutla mér bara snemma heim og ég fór bara í náttfötin, át á mig gat(ehemm?) og horfði á ædol. Mér finnst eiginlega svona ekki-gera-neitt föstudagskvöld best því að ég er eiginlega alltaf bara orðin drulluþreytt þá og á alveg skilið að gera-ekki-neitt. Ég tala nú ekki um þegar maður er einn heima! Ég var að reyna að útskýra áðan hvernig ég fæ stundum svona söngköst. Þau eru skrýtin svo að það er erfitt að útskýra þau. Þá þarf ég að syngja og syngja og syngja þangað til ég missi röddina. Það hentar ekki vel þegar maður er veikur fyrir. Hættesssu!

Já, það er allt að gerast, ég get svo byrjað að keyra á mánudaginn, þegar yfirvaldið kemur heim á klakann- því ÉG ER KOMIN MEÐ BÍLPRÓF! Jájá, próf numeró 2 -villulaust takkfyrir!

En, ég ætla að reyna að hætta vera veik, enda er ég ekki veik í eðli mínu. Þetta er bara einhver skynvilla þar sem allir í kringum mig eru veikir. Og líka þar sem foreldrar mínir eru ekki heima. Án gríns. Ég verð BARA veik þegar þau eru bæði í burtu.

kærleikur til ykkar allra

|

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Heppni?

Í dag, í mínu versta pirringskasti í heila viku(bílprófið muniði) gerðist nokkuð ótrúlegt sem fékk mig til að hugsa mig um. Allt fram að þessu hafði þetta verið svona Böggdagur þar sem allt er pirrandi. Þurfti að eyða öllu hádegishlénu í biðröð, fékk ekkert að borða, Gísli veikur, Valborg henti túss sem gerði blett á bolinn minn, beint á brjóstið, bekkurinn var í fýlu og svo framvegis. Eftir skóla þurfti ég svo að þvælast ég allmikið um bæinn í leit að auglýsingum fyrir Loka nokkurn Laufeyjarson Það hafði gengið brösulega og mér var skítkalt. Þegar við Elísabet vorum í þann mund að gefast upp fattaði ég að ég hafði týnt veskinu mínu! Ótrúlegt hvað einn dagur getur verið ömurlegur! Ég hljóp í bakaríið sem var eini staðurinn sem ég dróg upp veskið og - ekkert veski! Með Elísabetu í eftirdragi þræddum við allar búðir sem við fórum í eftir bakaríið og ekkert veski fannst. Hún þurfti svo að fara og ég var ein eftir með núll veski, og þar að auki núll rauðakort og núll ballmiða. Þar sem ég stóð í voli og vonleysi, hringdi allt í einu síminn. Óþekkt númer birtist á skjánum. "Hildur Kristín, Hildur Kristín Stefánsdóttir?"...."uu já...." svaraði ég furðu lostin yfir þvílíku ávarpi frá ókunnugri röddu. Ég vissi ekki hvort að ég ætti að búast við happdrættisvinningi eða lögsókn, þetta var eitthvað svo formlegt. Loksins kom maðurinn sér að efninu. Hann hafði fundið veskið mitt á götunni, elskulegi maðurinn og sagði að ég gæti komið og náð í það hvenær sem væri á Skólavörðustíg 30. Sober-house eða eitthvað. Ég var alveg bit. Fetaði gleðileg skref upp Skólavörðustíginn og bankaði á Sober-house. Hvað það er hef ég ekki hugmynd um en hurðin opnaðist og við mér blasti gallabuxnaklæddur rass, ryksugandi gólf. Ég muldraði eitthvað yfir suðið um veski og birtist þá ekki alltí einu ungur strákur með veskið góða. Brosmildur rétti hann mér það sisona. Og það eina sem ég sagði var "Takk,..ég var búin að leita að þessu útum allt..." og svo brosti hann bara meira, ég brosti meira til baka og kvaddi. Manni hlýnar um hjartarætur að hitta svona fólk sem er einfaldlega gott og þarf ekkert fyrir. Ef ég hefði átt lausafé hefði ég gefið honum það. En hann verður bara að vita hversu frábær mér finnst hann vera. Ef þið hittið þennan mann, skilið þá kveðju!
|

mánudagur, janúar 17, 2005

Ég var að hugsa um að skella mér í sund. Verst hvað það er ótrúlega mikið af perralegum og óþolandi sturtuvörðum. Ohh...hata þá! Ehemm nei bara grín. Þetta var nú samt niðurstaðan í dag. Ræðukeppnisbomban milli 3BI og 3BII þar sem umræðuefnið var "Sturtuverðir". Þetta var hrikalega skemmtileg keppni og ég get ekki annað sagt en mótherjar okkar í 3BII komu svo sannarlega á óvart! Enda unnu þau sanngjarnan sigur með 47 stigum. Halla okkar sýndi það samt og sannaði hversu öflug hún er og varð ræðumaður skammdegisins aðra viðureignina í röð! Allavega var mikið fjör og mikið gaman og ég er samt frekar sátt að þurfa ekki að lenda á móti einhverjum killer 6.bekkingum- gjöriði svo vel elskurnar! Múhaha... en já, ég er alveg að missa mig í bloggleysi enda var þetta brjáluð vika og næsta verður varla skárri. En brjálað er gaman, ég fíla brjálað. En svo er það tilraun#2 á miðvikudaginn. Og bara já gaman já. Æji vá ég nenni ekki þessu rögli. Ég er andagiftarsnauð, gaf allt í ræðurnar.
Ææ..ég ætla bara að skrifa bók


P.S. Hvernig á maður að túlka það þegar maður finnur óopnaðan bjór í hreina þvottnum?
|

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Bíldrusluprófdómaraógeðisfífl
Stundum væri gott að eiga vúdú-dúkku. Ef ég ætti svoleiðis núna af einum manni þá væri hún orðin rifin í sundur. 15 sinnum. Eftir að hafa hlustað helling á Foo Fighters og hoppað og öskrað er ég orðin nokkuð ágæt. Já, smá ágæt. ÉG MEINA HVERNIG ER HÆGT AÐ FELLA MANN FYRIR AÐ KEYRA Á 50 KM HRAÐA Í 60 KM GÖTU!!!! Sumir eru dæmdir hálfvitar og eins og ökukennarinn minn sagði þá er þessi maður bara svo óheppinn að þurfa að lifa með sjálfum sér alla ævi en ég þurfti bara að lifa með honum í klukkutíma. Og nóta bene hann lét mig meira að segja keyra lengur en á að gera tils að geta fundið fleiri mínusa. Hann skáldaði þá á staðnum og gaf mér fyrir eitthvað sem ég vissi ekki að mætti gefa fyrir. Ég veit í alvöru um eina villu sem skiptir máli ekki þúveist -þrjúþúsund! Sem annað dæmi þá var hann að spurja mig hvað ýmsir takkar í bílnum þýddu. Ég var búinn að lýsa fyrir honum að ákveðinn takki væri blástur/hiti í framrúðu og svo var annar fyrir afturrúðu og ég sagði svona "já og þetta er afturrúðan" og sagði þá ekki kallinn bara "Ja, mér sýnist þetta nú ekki vera nein rúða. Þetta er bara takki að mér virðist!" og fokking mínus fyrir það! Og hann var EKKI að djóka. Ég vona að þessi kall sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir lesi þetta og átti sig á hvað hann er mikið erkifífl, því að mér finnst að það ætti að stoppa hann upp og setja hann á safn sem "Mesta erkifífl 2005" - hann á titilinn svo sannarlega skilið . En já, það er kannski nóg komið af biturleika og ég vona bara að ENGINN í heiminum lendi á þessum kalli. Hann er ógeð. Ó-GEÐ!
Best að skrifa ekki meira. Ég gæti meitt tölvuna.

Já, annars henti ég inn e-m myndum úr skólalífinu á föstudaginn á síðuna mína. Njótið...
|

mánudagur, janúar 03, 2005

1.janúar-bestur í heimi!

Fjölskylduboð um daginn, partí um kvöldið. Ég var í fullri vinnu við að eiga afmæli. Þetta var besti afmælisdagur sem ég hef nokkurn tíman upplifað! Ég vil þakka öllum þeim góðu sálum sem lögðu leið sína hingað og þakka frábærar gjafir! Ég vil líka þakka öllum þeim sem sendu góðar kveðjur. Ég vil líka þakka fyrir hjálp sem ég fékk frá fólki við að hreinsa upp sjampó og sóðaskap. Ókei þetta er farið að minna á einhverja óskarverðlaunaræðu. En þetta var tryllt. Um 60 manns fylltu húsið á laugardagskvöldið og ég get sagt ykkur að ég hef sjaldan skemmt mér jafnvel, enda þekkti ég náttla allt liðið! Stuð fram á rauða nótt, morgunn, eitthvað! Addlavega getið þið séð það með berum augum hér........www.photos.heremy.com/neisko

En nóg um það,

ég ætla að læra fyrir þetta blessaða bílpróf!

|