föstudagur, desember 31, 2004

Annáll
Já, ég veit ekki hvernig ég á að byrja þessa síðustu færslu mínu sem sextán ára, og síðustu færslu mína á 2004. Árið sem var að byrja, er alltí einu að draga sinn síðasta anda og eftir stend ég ringluð og rugluð. Hvert það fór, er erfitt að segja. Allavega veit ég að ég nýtti það afar vel. Ég get fullyrt að þetta er hið besta ár í sögu Hildar. Hef sagt það áður og segi það enn -Sweet sixteen! Það gerðist margt nýtt á þessu ári, breytingar og læti. Ég sagði skilið við minn gamla skóla og gamalt fólk, fór í nýjan skóla og kynntist nýju fólki. Og það var bomba. Æðislegur skóli og yndislegt fólk sem ég er búin að bæta í þekkingabankann. Ég get bara ekki ímyndað mér að ákvörðun um annan skóla hefði skilað meiru. Svona þegar ég fer að hugsa útí það þá held ég eimmitt að það hafi verið erfiðasta ákvörðun 2004, MR eða MH. En nú er hún að baki. Hvílíkur léttir það var að segja skilið við gamla skólann. Maður á sennilega ekki að segja svona en ég sé betur og betur hversu mikil hörmung hann var. Hann endaði þó vel, góðar útkomur úr prófum og ferð til Noregs og Danmerkur. Sumrið var spennandi. Fyrsta sumarið mitt í engum skóla! Maður vissi ekki hvað skyldi taka við en fiðringurinn magnaðist með hverri vikunni. Já, ég kallaði þetta Norðurlandasumarið því næst brá ég mér til Svíþjóðar þar sem var mikið gaman. Ekki lét ég kyrrt þar við liggja heldur endaði ég sumrið á Finnlandsferð, kom heim rétt áður en skólinn byrjaði og missti af skólasetningunni. Já, vinnan var ansi skrautleg í sumar. Vann í mánuð á tveim hótelum. Mánuður í helvíti. Aldrei hefði mér dottið í hug að ein vinna gæti verið slík kvöl sem og hótelstörf eru. Eftir þennan mánuð sagði ég upp og varð atvinnuleysingi það sem eftir lifði sumars þó með nokkrum sjoppuhelgarvöktum í Borgarnesi. Ég kom því útúr þessu sumri vel "ferðalöguð" en þau fólu í sér allmargar verslunarferðir og hótlekaupið var ekki himinhátt þannig að ég kom einnig frekar fátæk útúr þessu sumri. En það skipti ekki öllu. Ég á foreldra. Lenti í ótrúlega góðum bekk. Heppni, þar sem ég get talið upp nokkra bekki sem ég þakka Guði fyrir að hafa ekki lent í! Lærdómurinn þyngdist svona tuttuguogþrjúfalt síðan í gamlanum þar sem maður leit lítið í bók, en lífsgleðin jókst á móti gífurlega þannig að þetta kom út í plús. Félagslífið í skólanum var með besta móti og böllin voru ný vídd frá hinu sem maður þekkti áður. Það var eimmitt á einu slíku, Árshátíðinni, að einn af stærri atburðum þessa árs gerðist. Þá hitti ég hann-þið-vitið-hvern í fyrsta skipti. Þá var ekki aftur snúið. Lífið hefur verið betra síðan og ég vona að það eigi ekki eftir að gera neitt nema batna. Hörð próf skemmdu svolítið stemmningu desembermánaðar og kenni ég þeim jafnvel um að ég hafi ekki farið í jólaskap. Það var algjörlega á núllpunkti þangað til á aðfangadag, þá fór mælirinn hægt og bítandi að vaxa, það er, jólaskapsmælirinn. Ég var reyndar mikið-vinnandi alveg fram að hádegi á aðfangadag, berandi út póst með hálfgerðum jólasveinsfílíng. Það var samt gott starf. Jólin voru frábær, fékk bestu gjafir í heimi og mér finnst eins og þau hafi verið í gær. En það er samt ekki satt, þau voru akkúrat fyrir viku. Tæknilega eru þau ennþá og tæknilega á ég afmæli á jólunum. Það er ekki sem verst, að eiga bæði afmæli á jólunum og fyrsta degi ársins. Í kvöld verður það notalegt en á morgun, já daginn sem ég verð sautján, þá verður fyrsta verk mitt sem hinar nýju, breyttu og endurbættu ofurmanneskju að eiga afmæli. Og það eiginlega allan daginn. Svona frá 3 og bara frameftir, með smá pásu þó og gestabreytingum. Ég hlakka mest í heiminum til þá. Ég er í miklu meiri afmælisskapi en jólaskapi nokkurntíman! Ég veit líka, að þetta ár á eftir að verða eitthvað sérstakt. Ég finn það á mér. Það passar líka alveg -Sweet seventeen.....


Elsku fólk nær og fjær, takk fyrir þetta yndislega ár og megi það næsta verða gott, betra, best-allt eftir ykkar óskum!

Ég kveð ykkur sextán, sé ykkur sautján....
|

mánudagur, desember 27, 2004

Allt sem er hvítt, hvítt finnst mér vera fallegt...
Aðal-jólin búin. Hildurin afar sátt með sitt, hlustandi á poddarann sem hefur fljótt skipað sér í stöð nýs besta vinar. Annars fékk ég mjög góðar gjafir og má þar nefna hinn fyrrnefnda vin, hljóðverstíma, skartgripi, geisladiska ofl. Það var mikið borðað og mikið gaman, var reyndar að vinna alveg fram til hádegis á aðfangadag, en það var alltílæ. Allavega á Þorláksmessu og aðfangadag var í raun ótrúlega gaman að vinna hjá Póstinum, allir svo glaðir og fólk sem maður hitti þegar maður var að bera póstinn út ljómaði allt og óskaði manni gleðilegra jóla þegar maður kom færandi hendur með fullt fang af jólakortum. Það er í rauninni alltaf jafn merkilegt hvað þessi hátíð geti gert fólk blítt og indælt þrátt fyrir allt stressið, gjafaruglið, hreinsi-og skreytiþörfina! Jafnvel þótt fólk trúi ekki á jólin sjálf.

Nú er að ganga í garð mín síðasta vika sem sextán ára gamall unglingur. Ah, og akkúrat núna fattaði ég að ég á eftir að skrá mig í bóklega ökuprófið þannig að ég er ekki að fara að fá skírteinið mitt á réttum tíma! Ég var nú kannski ekki heldur að búast við að fá það eimmitt á afmælisdeginum enda er allt lokað og læst þá en kannski á öðrum í afmæli. Ojæja, engin vælni breytir því.

Í dag er síðasta jólaboðið. Ég er búin að stunda fjölbæjarleg jólaboð þetta árið. Aðfangadagurinn var að sjálfsögðu í Skaftahlíðinni, Reykjavík. Svo á jóladag var haldið til Ö+A í Gerðhömrum, Grafarvogi og það er nú víst í Reyjavík en samt í langt-í-burtu-hlutanum. Svo í gær fór ég í jólaboð í Keflavík. Það var ansi ágætt. Fólkið var ekkert vont við mig. Svo í dag verður það 1,2 Selfoss (æj ég varð bara að segja þetta!). Allt á góðu róli. Annars er mér farið að langa í subbulegan mat. Maður er alltaf að borða eitthvað fínt kjöt og fínt meððí og svo sætan eftirrétt. Mig langar bara í stóran feitan hambroggara og frentjsís. Mmmm...

Fyrir jólin gerði ég litla græna bók sem hét Hugsanabókin og innihélt 12 ljóð/sögur/texta/eitthvað eftir mig og gaf nánustu í jólagjöf. Það var nokkuð gaman þótt það hafi verið tímafrekt, handskrifaði sko allar bækurnar þar sem ég vildi hafa þetta persónulegt(heimska). En ég er að hugsa um að láta eins og eitt eða tvö fjúka...

Heimferðarvals
ég ímyndaði mér lag
skáldaði upp texta
dansaði í snjónum
-sem brakaði í takt
vindurinn tók bakraddir
efrirödd hljómaði úr fjarska
-daprar sírenur sungu með trega
en í tryllta mótorhjólasólóinu
hringdi síminn
tilfinningasnauða tól
og lagið dó

Forgangsröðin
Þegar ég kom heim
stóð húsið mittí ljósum logum.
Og ég sem átti eftir að skila
helvítis bókasafnsbókunum.
(c) Hildur Kristín 2004
(höhöhö)
EN ég læt þetta verða lokaorðin og held áfram í smákökunum.
P.S. Ben and Jerry's....smakkaði þessa sælu aftur yfir hátíðarnar og ég get ekki annað sagt en að þetta er einfaldlega það besta í heimi!!

|

þriðjudagur, desember 21, 2004

Jólagleði, glögg og gaman.
Mér skjátlaðist verulega þegar ég hélt að ég væri nógu hörð fyrir eins tíma svefn. Það kom berlega í ljós í morgun, eftir jólaball í gærkvöldi og vinnu árla morguns. Fyrsta tímann var ég all bright eyed og bushy tailed en strax á öðrum tíma tóku augnlokin á einfaldan hátt að einfalda alla starfsemi augnanna og öll nöfn urðu að því sama. Ég tók þá á það bragð að dópa mig upp af snittum og maltappelsíni sem entist svona líka vel næsta kortérið. Þá fór ég aftur stöku sinnum að grandskoða innanverð augnlok mín. En svo var mér hent út að bera eins og fyrr nema nú fékk ég góðan slurk af regni og vind, en það hressti upp á auman skrokkinn.
Jólaballið var semsagt skemmtun af besta tagi. Margt var um manninn og margt var um athyglisverð atvik. Ég var að sjálfsögðu ljúf sem lamb
http://www.rugl.is/myndir/69/4575/14
...enda farin að umgangast slík mikið. Ég fékk þó ekki sáluhjálp eins og myndin virðist sýna
margir(margar) virtust þurfa en ég reyndi eftir mesta megni að klappa fólki þegar sálfræðingurinn aka Gísli mega var að störfum. Fyrirpartíið var kannski ekki bestast en það stóð samt fyrir sínu. Paparnir sem léku fyrir dansi á ballinu komu hinsvegar skemmtilega á óvart. Margur trylltur dansinnn var stiginn og svitinn skvettist af fólki. Eftir dansleikinn var svo haldið á Mama's Tacos því Raoul takkófrömuður og vinur Gísla og co. hafði lofað opnu húsi og reddað dídjei til að trylla svangann MRlýðinn. Semsagt, unaðlsegt kvöld/nótt.

Höfum nú nokkra bita með..

Gamlafólkslykt er merkileg. Hún gýs stundum upp þegar ég er að setja póst inn um lúgur gamals fólks. Ég hef ekki hugmynd um hver blandan er fyrir ekta gamalfólkslykt, en ég þekki hana alltaf um leið...

Nýja fíknin mín er laufabrauð og jólaöl. Vá hvað ég er heppin að það er kominn desember! Eða desember heppinn af því að ég er mikið fyrir jólamat? humm...

Ökuskóli 2 er prýðisgóð sóun á 8þúsundmanni, fimmtudags og föstudagskvöldi. Eða nei, ég meina það fáááránlega leiðinlegt. Allaveg af því að þarna var stúlka sem var holdgervingur pirringleiks. Ég átti erfitt með mig á köflum. En það þýðir samt að ég er komin einu þrepi hærra í stiganum að bílprófinu, sem verður brátt að rúllustiga.

Tók þátt í jólalagasamkeppni Rúv í aþþíbara. Langaði að prófa að semja jólalag. Var nokkuð sátt með útkomuna. Komst samt ekki áfram. 40 lög voru send inn og 7 valin áfram. Hægt að hlusta á þau á www.ruv.is held ég, en allavega var lagið sem vann með barnakór í . Mér fannst það fyndið. Ég klikkaði alveg á sinfóníuhljómsveitinni.

Ágætis Byrjun Sigurrósar er alveg föst í geisladiskaspilaranum mínum þessa dagana eftir að ég eignaðist hana loks í alvöru formi. Hentar öllu alltaf.

Jólin eru alveg hættulega nálægt. Ég veit ekki hvar þetta endar!

Bestu kveðjur um gott jólafrí þangað til næst,
Hildur Kristín
|

miðvikudagur, desember 15, 2004

HVÍLÍKUR LÉTTIR!
ég er að hugsa um að hlaupa upp á bað og vigta mig, það hlýtur að vera munur!

En annars, var semsagt að klára síðasta prófið í dag. Endaði með "stæl". Það er að segja, ömurlega, en mér er sama. Ég var meiraðsegja hálf hlæjandi í prófinu yfir heimsku minni. En það er bara hressandi og þetta er síðasta fokking prófið og það er nógu góð ástæða til að brosa útað eyrum eins og ég geri núna sitjandi við tölvið. Svo eru líka að koma jól og þá eru allir svo glaðir alltaf! Broskall því til heiðurs :)

Nú skulum við draga próftíðina aðeins saman....

Helstu kostir: frábær líðan eftir á, góð afsökun fyrir að gera ekki nein skyldustörf, aukin tillitssemi, getur mætt aðeins seinna en venjulega og búin snemma.
Helstu gallar: leiðinlegt, tímafrekt, niðurdrepandi, samviskubit, erfitt.
Versta próf: Stærðfræði, eðlisfræði og jarðfræði
Besta próf: danska, enska.
Fyndnasta atvik: Einhver kennari sem sat yfir okkur og var ansi skondin. Svo þurfti bekkjarbróðir minn að fara á klósettið og hún svona" já bíddu aðeins.." labbaði fram og kallaði " Karlmaður!Karlmaður!" ......ahh þetta var kannski svona had to be there moment en ég hló.
Ótrúlega fyndið að ávarpa einhvern svona.
Ófyndnasta atvik: vont gengi í stærðfræði
Besta próflæritónlist: Air, Sigurrós, the Beatles og Bach.
Versta próflæritónlist: Tónlist sem ég VERÐ að syngja með.
Léttast: að gera eitthvað annað þegar maður þarf að læra
Erfiðast: að bara læra!

Já, nú eru prófin mín aðeins áþreifanlegri fyrir ykkur, litlu jólabjöllur.
Svo tekur bara vinna hjá Póstinum við næstu daga, ökuskóli og læti.
En lífið er yndislegt, njótið þess með mér...
|

laugardagur, desember 11, 2004

Fyrirsögn?

Þegar ég var lítil samdi ég fullt af sögum. Þær flæddu eins og vatn en svo kom alltaf stífla. Þegar ég átti að finna titil. Það tók mig alltaf svona þrisvar sinnum lengri tíma en að skrifa söguna sjálfa og olli mér miklu hugarangri. Ætli það sé þá ekki best svona hér eftir að stunda fyrirsagnaskrift. Jú, held það.

Ég er komin með nýja hefð. Borða bara nammi á laugardögum. Það tókst ekki í síðustu viku en þessa vikuna tókst það, og var ekki það erfitt. Ég er samt kannski aðeins að taka þessu alvarlega þar sem ég er tekknikklí bara búin að borða súkkulaðirúsínur og smá smákökur í dag. Og ég vaknaði alveg klukkan 10! Ég fór í eitthvað jafnvægistest þá. Það er alveg merkilegt hvað það er mikið erfiðara að halda jafnvægi með lokuð augun! En svo rölti ég heim. Ég rölti líka heim í gær frá Sigguhlínuhehe(good ol' times...). Af þessum tveim röltum leiðir að ég er komin úr rölt-formi. Já, það skal ég segja ykkur. Einu sinni labbaði ég ótrúlega mikið. Nú hinsvegar þegar ég hef verið með Rauða Kortið síðan í haust hefur það snarminnkað. Já, og þessvegna fann ég það sérstaklega í gær, þegar ég labbaði í svölu næturhúmi og reyndi að syngja með J.Buckley að það kom ótrúlega illa út. Ég varð bara móð(enda var ég í þokkabót að labba allgreitt) og hætti að syngja. Sem er annars mjög afslappandi, að rölta í gegnum suðurhlíðar aleinn á upplýstri leið, syngjandi. Svo leið mér líka svo vel því að ég var í náttfötum.

Í gær var stafsetningin. Hún er frekar nastí bitsj. Hefur aldrei verið neitt mikið vandamál en þar sem ég sat í þessu prófi fór og var að reyna að leiðrétta soðnaði heilinn á mér og fór í graut. "Lagfærði" til dæmis orð yfir í vitleysu og þar fram eftir götunum. En maður þarf 14 villur til að falla í einu vetfangi (gerði þetta orð samt rétt) svo maður er seif. Það er bara endaspretturinn eftir, íslenska, enska og eðlisfræði. Ég býst samt við því að hægja á mér á síðustu metrum endasprettsins -eðlisfræðin er ekki alveg mitt sterkasta...

Úff, ég þarf meiri súkkulaðirúsínur við þessa tilhugsun.

Lag á heila: Jet- Oh, look what you've done

Munið, ég elska ykkur öll, en lærdómurinn held ég að hafi frátekið mig þessa helgi.
|

miðvikudagur, desember 08, 2004

Já...svei mér þá, dagarnir líða og líða eins og þeim sé borgað fyrir það. Prófin hafa ekki alveg verið að sýna mitt rétta eðli, en örvæntið eigi, enn er helmingur þeirra eftir,svo ekki er öll gleði úti enn! En ég vil ekki tala um þetta.

Ég hef verið að fá komment frá fólki um að bloggið mitt sé biturt og eitthvað í þá áttina. Það kom sjálfri mér því á óvart þegar ég las yfir nýskrifaðar færslur. Það er nokkuð til í þessu. Ég sem er svo jákvæð manneskja fæ greinilega útrás fyrir neikvæðni og biturleika hér á blogginu. En í alvöru, þegar ég segist vera jákvæð, þá meina ég jákvæð. Þetta er bara einhver eiginleiki sem hefur fylgt mér alla tíð. Fólk hefur oft dáðst að bjartsýni minni við erfiðar aðstæður og hvernig mér tekst að sjá björtu hliðarnar á hlutunum. En svo er líka fólk sem hefur misst stjórn á sér útaf þessu. Ég hef oftar en einu sinni lent í pirruðu fólki sem hefur leyft mér sko að heyra hvað það sé ógeðslega böggandi hvað ég sé alltaf bjartsýn, lífið sé ekki svona einfalt. En af hverju að velta sér uppúr skítnum ef þú getur þefað af blómunum? Þetta er bara spurning um hvernig er hægt að gera lífið skemmtilegara. Dæmi: Ég fer út í búð, ætla að kaupa mér Twix. Twixið er búið. Nú fer ég heim að gráta og hata þessa búð að eilífu. Ljótur kall sem var að afgreiða og nú get ég ekki farið í gott skap því ég fæ ekki Twixið mitt.
Dæmi 2: Ég fer út í búð, ætla að kaupa mér Twix. Twixið er búið. Jæja ókei þá, þá fæ ég mér bara Mars því það er ógeðslega gott líka. Þá get ég bara hlakkað til að fá mér Twix næst. Tala við búðamanninn sem er soldið fyndinn því að hann er svo spes í útliti. Þessi búð er ágæt. Ahh, geng heim maulandi Marsið mitt, ánægð í bragði.
Nú er spurning. Hvort dæmið er betra?

Já, glasið er hálffullt hjá mér.


Síðustu daga hef ég gert soldið margt heimskulegt.
  • Tvær línur eru þá og því aðeins samsíða að einslæg börn séu jafnstór.

Samsíða að hvað? Stærðfræðin í MR er skrýtin, en ekki svona skrýtin!

Tókst á undraverðan hátt að gera mig að mesta fífli í heimi sl. föstudag. Var niðrí bæ og hitti stelpu sem ég þekki. Ég var að drekka skyrdrykk og var eimmitt nýbúin að fá mér sopa þegar hún heilsaði mér. Hvernig sem það er hægt, þá tókst mér að gleyma að ég væri með munninn fullann af skyrjukki, sagði hæ og frussaði í leiðinni yfir mig alla- skyri!! Leit eiginlega út eins og ég hefði gubbað yfir sjálfa mig. Og það kom ekki einusinni almennilegt hæ út úr þessu, þetta var meira svona "mmpphhh" og svo hló ég óstyrkum hlátri að sjálfri mér meðan ég þurkaði svarta trefilinn minn sem hafði skyndilega orðið hvítur. Stelpan hló ekki. Þannig að ég stóð ein og vitlaus þakin skyri og hlægjandi. Þetta urðu kjánalegar samræður.

En ég skal læra núna,

upp vil ek....

|

miðvikudagur, desember 01, 2004

Síðasti skóladagurinn var í dag. Mér finnst það samt ekkert beint gleðiefni, þar sem við taka bara próf og ég er ekki sérstakur aðdáandi þeirra eins og þið gætuð getið ykkur til. Af hverju þá ekki að sitja frekar með skemmtilegum krökkum að fíflast í tíma frekar en að hella sér í þungan lestur og strembin próf. Ég bara spyr? Já, en ég býst svosem ekki við neinum svörum og ég býst ekki heldur við að þetta breyti einum einasta hlut. Ég er með svona non-stopping prófa vælni. Hún er ljót og leiðinleg eins og umvælniefnið. Hey ég fann upp nýtt orð : vælni. Svalt.
Já, talandi um skóladaginn. Hann var frekar súr. Ég komst að þeirri niðurstöðu þar sem tímarnir voru nokkurnveginn svona:
Íslenska- grættum næstum því eymingja óléttan kennarann með spurningaflóði í setningarfræði og aldrei hafði hún á sínum 10 árum í bransanum heyrt, sagði að við værum farin að hugsa of mikið.
Íþróttir- löbbuðum um miðbæinn, stoppuðum á kaffihúsi og lágum svo í sófum kösu.
Saga- sögukennarinn teiknaði tungl sem var bara með jónuna í kjaftinum...skildi það ekki alveg!
Danska- töluðum um sjálf okkur í e-u spili og hlustuðum á dönsk jólalög. Ég þurfti að segja tvo brandara á dönsku sem ég staðfærði frá íslensku. Virkaði ekki.
Eðlisfræði- við vorum vitlaus
Stærðfræði- fengum að fara

Já, ljúft var það.

Pabbi minn er komin heim, mamma fór aftur til úglanda. Ég get svarið að það var ekki drasl sem hræddi hana burtu! Ég var búin að taka vel til og þrífa, já þið lásuð rétt þrífa! En nú er pabbi heima og þá er orðið drasl aftur. Að sjálfsögðu.
Annars eru þau búin að skipta um litarhátt. Fólk mun örugglega halda að ég sé ættleidd næstu vikur. Eða svona allt að því...

Hversu heimskulegt er að brjótast inn í bíl og stela bara einum Mugison disk? Það er reyndar ekki neitt bara þegar sá diskur er í húfi en þetta gerðist í síðustu viku við bílinn okkar. Lúða-fólk. Nú er ég Mugison-snauð.

Æji, hversu sorglegt er það að vera búin að ætla að blogga í allan dag og renna svo í hálkunni á lyklaborðinu og krassa í innihaldslausu bloggi. Sorglegt. Svo ég harka af mér stend upp og lít í kringum mig og geng knarrreist áfram.

Sköpunargáfan hefur samt tekið kipp í prófunum. Mig langar að semja lög, allskonar lög jafnvel jólalög eða skaðabótakröfulög...hmm. Svo langar mig líka að semja ljóð og skrifa bók. Hvað kemur til? Jahh..yndislegt líf eins og sumir myndu segja.

Svo langar mig líka að fara að kaupa jólagjafir! Æ manni langar svo margt. En núna er samt bara mánuður í mitt langþráða afmæli/bílpróf. Það er samt eilítið sorglegt, þetta verður síðasti mánuðurinn af mínu sweet sixteen. Hann betur verði góður...ókei þessi frasi er asnó á íslensku.

Ég er tóm
Held ég haldi bara kjafti núna og veri sæt.
|