sunnudagur, nóvember 28, 2004

Mmmm...Lá áðan uppí sófa með huge brownie klessu og éttaði með mjólk á meðan ég horfði í The Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Það var gott fóður fyrir sálina á sunnudegi. Góð kaka og spes mynd. Annars var helgin voða góð þannig séð. Jólapróf, íþróttatest, F-bekkjargleðskapur og góðar samverustundir. Tíminn flýgur burtu eins og falleg raketta, mér finnst ég sjá síðustu helgi ennþá á stjörnubjörtum himninum í rauðum blossa. En það er bara skynvilla, hún hvarf víst fyrir rúmri hálfri tylft daga.
Sunday- Moby, mundi alltíeinu eftir þessu lagi. Það er eitthvað svo fallegt, passar líka svo vel við daginn í dag.

Annars er ótrúlegt hvað sumt fólk getur verið óheppið. Labba á ljósastaur og detta og snúa á sér fótinn eða eitthvað álíka á sama kvöldi. Ég vorkenni sumu fólki.

Ég er að hugsa um að taka upp sið sem er eitthvað móðins þessa dagana, semsagt þegar maður nennir ekki að blogga þá getur maður seilst í góðan texta við gott lag og hent honum framan í lesendur. Ég ætla að eftirherma.....

To lead a better life,
I need my love to be here.
Here, making each day of the year
Changing my life with a wave of her hand
Nobody can deny that there's something there.
There, running my hands through her hair
Both of us thinking how good it can be
Someone is speaking but she doesn't know he's there.
I want her everywhere
and if she's beside me I know I need never care.
But to love her is to need her
Everywhere, knowing that love is to share
each one believing that love never dies
watching her eyes and hoping I'm always there.
I will be there, and everywhere.
Here, there and everywhere.

Here, there and everywhere, þetta var eiginlega uppáhalds bítlalagið mitt þegar ég var lítil stúlka. Það er alltaf jafn fallegt og ég hlustaði tvisvar á það í dag.

En ég ætla að fara að glamra á gítar. Það er svo hollt.
|

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Sælinú,

Hreint ótrúlegt! Það hefur varla gerst svo lengi sem hörðustu lesendur muna að ég hafi bloggað með svo stuttu millibili, nema í blábyrjun ferilsins! Og hvað kemur til? Gífurlegt magn af andagift, hugdettum og sniðugheitum? Nei meira svona, próf í aðsigi, sem gerir blogg að hinni fullkomnu tímasóun! Svo hefur einn gulldrengur bæst við í blogghópinn og sá hinn sami bloggar svo títt að ég fæ minnimáttarkennd á við indverja vs. fíl (MR húmor eitthvað).

Ég var áðan úti að labba með hundspottið. Það var nokkuð gaman. Hlustaði á Blonde Redhead, söng hástöfum og tjúttaði á götuhornum, með hundið í eftirdragi, í rigningu. Já, svona er hægt að gera leiðinlegustu hluti þolanlega. Ég meina það er bara EKKI hægt að standa kjurr við EQUUS(þið hlusta þarna!)

Ég varð vitni að afar skemmtilegu samtali í gær í La Senza sem er nærfatabúð. Þar sem ég stóð í mesta sakleysi mínu, upptekin við ammlisgjafakaup heyrði ég tal milli tveggja miðaldra kvenna. Það var mjög fyndið. Þær voru semsagt að grandskoða g-strengi(af hverju heitir þetta það?) og varpa upp hinum ýmsu vangaveltum. Svo var önnur þeirra að reyna að sannfæra hina um að þetta væri "í alvörunni alltílæ" og þetta væri ekkert "það" óþæginlegt. Hún hefði aldrei haft trú á svona "bandabrækum" en hefði prófað og þær hefðu bara verið þolanlegar! Hin lét samt ekki sannfæra sig. Ég glotti útí annað og hélt áfram að skoða efnislitlar flíkur.

Ég held að pabbi og mamma vildu ekkert koma heim ef þau sæu húsið þeirra. Það er ekki beint það sem maður myndi kalla snyrtilegt eða hreint. En vá, svo lengi sem ég er snyrtileg og hrein þá læt ég þetta ekkert mikið á mig fá. Hef hvort sem er öðrum hnöppum að hneppa en við húsþrif. En ég get alveg bætt við mig vinum sem hafa áhuga á þrifum.

Rifjaðist upp fyrir mér um daginn að þegar ég var yngri átti ég rafmagnsfiskabúr með plastfiskum og batteríum. Þetta var það sniðugasta í heiminum nema það að það var svo mikill hávaði í fiskunum þegar þeir syntu að það var svona varla samtalshæft í sama herbergi. En það var bara kúl. Ég held ég hafi samt hent því, held það hafi myglað. Ég átti líka einusinni alvöru fiska. Í fiskabúri sem var afasmíðað og fáránlega stórt. Það endaði samt frekar illa, því einn fiskurinn át alla hina. Við kölluðum hana Ryksuguna og ég var alltaf hrædd við hana. Hún misskildi aðeins hlutverk sitt. Hún átti víst að halda búrinu hreinu, en ekki svona hreinu. Svo átti ég líka tvo hamstra. Þeir dóu báðir mjög kvalarfullum dauðdaga, veit ekki hvort hann var kvalarfyllri fyrir mig eða þá. Ég meina hvernig á 7 ára barn að díla við krabbamein í hamstri? Jújú, með hellings gráti og með því að semja lag sem það syngur í tíma og ótíma. Og sá seinni. Hann bilaði alvarlega og ég horfði á öll líffærin ganga útúr afturendanum á honum. Bókstaflega. Ég held að þetta hafi skemmt mig í æsku og þessvegna eigi ég erfitt með að einbeita mér að lærdómi á unglingsárum. Ég bara veit það.
Vá, ég held að þetta sé svona hundraðþúsundasta ástæðan sem ég finn fyrir þessu vandamáli. En það kemur ekki að gagni. Þetta sýnir að kann svo sannarlega að finna ástæður. Þá er það næsta skref. Best að taka á vandanum. Samkvæmt útreikningum mínum eftir þessa stjarnfræðilegu könnun kæmi það því best út ef ég bara drullaðist uppí herbergi, læsti mig inni með stóran vatnsbrúsa og klassíska tónlist, slökkti á símanum og LÆRÐI FOKKING HEIMA!!
Það bara getur ekki verið svona erfitt. Það hlýtur líka að vera besta uppskriftin til þess að losna við samviskubitið sem er að vaxa inní mér, losa um prófkvíða og jafnframt ætti að stuðla að ágætis einkunnum. Eftir hverju er ég að bíða???(sérstaklega þar sem ég er einungis að sannfæra sjálfa mig hérna..)

Sælt....
|

mánudagur, nóvember 22, 2004

Hulló....
Í dag mun vera 22.nóvember. Þá er tilvalið að skrifa 22 setningar.

1. Stundum geta mánudagar verið alveg ágætir, jafnvel þótt sumir kettir hati mánudaga.
2. Það lag sem myndi lýsa núverandi skapi mínu bestast er Close to me-Cure, ef þið hlustið ekkert endilega á textann, bara svona- laglínu, takt, hljóðfæri og þannig.
3. Ég get ekki ákveðið hvort koffein eða sykur sé betra.
4. Það er góð tímasóun að dansa á meðan maður bíður eftir strætó, jafnvel þótt maður sé einn og tónlistarlaus.
5. Jarðfræði er hið besta svefnmeðal.
6. Maður er alltaf ónýtur á sunnudögum.
7. Strætóbílstjórar eru í miklum meirihluta skrýtnir.
8. Íslendingar eru sækómófó jólasjúkir.
9. Æðri völd hafa ákveðið að reyna að drepa alla sem labba upp tröppurnar að útidyrahurðinni okkar, það er svo sleipt að þú dettur þegar þú stendur kyrr.
10. Það er meira mál að skrifa 22 setningar en þú heldur.
11. Hálsbólga er ljót og leiðinleg, ég ætla aldrei að leika við hana aftur.
12. The Grudge er í einu orði sagt slöpp.
13. Joey þættirnir koma hinsvegar vel á óvart.
14. Fátækir námsmenn ættu að kaupa sem mest af eggjum, bestu kaupin, fullt hús matar(vinsamlegast hlægið hér).
15. Snævi þakið íslenskt hraun, gult tungl, rökkur, rúta og Portishead passar svona líka vel saman.
16. Hey....ég er 16 ára!! Tilviljun?
17. Já, þann 1. janúar....
18. Hljómsveitin Hjálmar er eðal-vara.
19. Það kemur furðulega út að borða nammi í heila nótt og svo í morgunmat líka.
20. Ég syng alltof mikið, sérstaklega fyrir sáran háls.
21. Mér er ekki búið að takast að halda daglegt partí eins og var vitaskuld áætlunin á meðan foreldrarnir væru í burtu, en hey- það er vika eftir!
22. Til hamingju, þú ert síðasta setningin og þú ætlar að segja fólki að hlusta á Lovefool með Cardigans, ágætis nostalgíutilfinningar sem koma með því skemmtilega lagi.
|

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Svei mér þá, ég er farin að halda að ég sé ennþá afbrigðilegri en ég hafði haldið að ég væri! Ég er farin að lifa í þeirri trú að ég sé með ofvirkt heilabú. Já, þið lásuð rétt. Ég hef verið að komast betur að því í hvert skipti sem ég sest niður og hyggst læra fyrir próf. Mér er bara lífs-ómögulegt að sitja og lesa og innbyrgja staðreyndir og upplýsingar sem ég þykist ekki þurfa að kunna. Hugurinn reikar ALLTAF eitthvað annað. Til dæmis var ég í gær farin að hugsa um hvað ég ætti að gefa fólki í jólagjafir, frekar en að læra jarðfræði, og jólin eru ekki einu sinni í náinni nánd! Og, já ég lét ekki þar við sitja heldur fór ég að velta fyrir mér hvað mig langaði í í afmælisgjöf og afmælið mitt er fyrir þá sem ekki vita, á næsta ári!-reyndar mjög snemma á næsta ári..en samt! Svo get ég ekki lært án tónlistar, þá fer ég að pirrast út í þögnina en ef ég set tónlist á þá get ég náttúrulega ekki gert annað en að syngja með. Þá tek ég upp á því að setja tónlist sem ég hef ekki heyrt áður eða kann ekki textann við og fer ég allt í einu að pæla í hve sniðugur þessi texti er eða hvað þetta sé flottur instrúmental kafli. Ég fór í gær t.d. að telja hvað það voru mörg hljóðfæri í einu lagi. Sorglegt.
Hingað til ómeðvitaða athyglisleysi mitt á sér líka stað mjööög oft í skólanum. Áður en ég veit af er ég farin að pæla í því hvernig það sé að búa í Úkraínu, hvað það sé mikil þörf fyrir því að halda partí milli tíma, semja sögu eða eitthvað álíka asnalegt. Ekki veit ég hvað veldur þessu og ekki veit ég hvernig ég á að losna við þetta. Þetta sýnir sig ágætlega á námsárangri mínum, sem mér finnst miður. Það hjálpar sennilega lítið til að væla í ykkur, kæra fólk, en þá get ég allavega hætt að hugsa um þetta í bili, látið ykkur gera það og haldið áfram að hugsa um eitthvað annað mismerkilegt í staðinn. Uuu...já þetta meikaði sens.

En talandi um afmæli, þá er heljarinnar afmælisfaraldur í gangi í bekknum mínum. 4 manns þessa vikuna, það er dágóð prósenta! Til hamingju þið útvöldu, með afmælið! Og þið hin, þeim til samlætis.

Annars líða vikurnar svo lygilega hratt núna að ég rétt næ að fljóta með(hmm...) Jólaprófin eru bara að skella á og allt að verða brjálað. Samt ekki. Æji, ég skil mig ekki í dag, ég er búin að vera nokkuð utan við mig og eitthvað. Það er líka svo kalt. Kominn hellings snjór og ég fékk mér tvo íspinna í tilefni þess. Góðir pinnar, en á vondum pinnum. Ég HATA íspinnaprik úr tré. Reyndar eru þau alltaf til staðar á íspinnum, en einu sinni voru til litrík plastprik með götum. Það voru góðir tímar, þá fékk maður ekki hroll í hvert skipti sem tennur manns snertu ljótu spýtuprikin. Argh.
Ég er hætt áður en ég fer mér að voða,
lifið heil...(hvernig sem annað er hægt!)
|

mánudagur, nóvember 08, 2004

Helgin var nú aldeilis ágæt, ef ég tala á hógværan hátt. Henni var startað með framúrskarandi Maus tónleikum í Austurbæ, (reyndar eftir dágott rifrildi við foreldra sem dróg aðeins úr stemmningunni). Elísabet fór með mér og við redduðum miðum fyrir Gísla og Bjarna sem komust á ævintýralegan hátt í Austurbæ, rétt um það bil þegar Þórir upphitari steig upp á svið. Við höfðum náð góðum sætum og vorum vel stemmd. Andrúmsloftið var kynngi magnað þegar Þórir hóf upp raust sína. Hann var góður en mér fannst samt allan tíman eins og það væri bara tímaspursmál hvenær hann myndi bresta í grát. Sem hann gerði ekki. En nálægðin var rosaleg og salurinn frábær. Svo steigu Mausarar á svið. Þeir voru gífurlega þéttir, hef aldrei (í þessi tvö fyrri skipti!) séð þá eins góða!! Þeir tóku svo eins og 4 lög acoustic þar sem Biggi var á harmoniku og söng(töfff hljóðfæri, fyrir töfff fólk-taki þeir til sín sem eiga!;) , svo var kontrabassi og tveir kassagítarar. Vá, ég bráðnaði niður í sætið mitt og subbaði allt út þegar þeir spiluðu "Kristalnótt"akústikk. En nóg um það.
Laugardagurinn var tekinn með trompi. Fór um miðjan dag í einkar skondna verslunarferð fyrir komandi teiti hjá Ingibjörgu og Bjarna. Þar var ýmiss hluturinn keyptur og má segja að við höfum fengið nokkur skondin augnaráð og komment. Svo var Gísli hjá mér alveg þar til leið á kvöldið og við elduðum ekki kjúklingabringur. Við fengum svo far hjá fröken Elísabetu lengst upp í óbyggðir þar sem vinir okkar eiga víst heima. Þetta var gleðilegt samkvæmi. Þarna var 3.bjé eins og hann leggur sig, aðskotahlutir og Keflvíkingar. Merkileg blanda. Mér þótti afar gaman að horfa á Keflvíkingana, enda ruglaðir upp til hópa, karlpeningahópa. Þeir skemmtu sér semsagt á óvenjulegan hátt sem hneykslaði margan manninn. Fólst hann í áköfum blíðuhótum manna í garð annarra karlmanna, hvort sem þeir vildu eður ei. En ég hló og skemmti mér af þesum vitleysingum og lét mér ekki bregða (mikið)þótt minn maður væri í þessum pakka. Semsagt mikið fjör og mikið gaman, ekkert var brotið, lítið ælt og allir þægir og góðir, svona að mestu leiti.
Svo var seint komið heim og seint farið að sofa og vaknað seint. Sunnudagurinn var því tekinn afar rólega. Las Hvid Sommer fyrir dönsku sem ég mæli ekki með-leiðinleg að mestu leyti og illa skrifuð. Svo fór ég á uppskeruhóf ÍR-inga. Það var fínasta skemmtun þar sem ég sýndi leikhæfileika mína í átakanlegum leikþátt um félagaskipti. Og línudans. Já....fólk að missa sig. Endaði svo að eyða meiri tíma í Hvid sommer, sem var erfitt því augnlokin voru orðin blýþung og hugurinn leitaði annað. En þetta líf verða víst námsmenn að sætta sig við.

|

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Ísland best í heimi

Þetta er maður búin að velta fyrir sér fram og til baka, upp og niður, afturábak og áfram síðustu daga. Þetta er eiginlega nokkuð skemmtilegt umveltiefni sem felur gífurlega margt í sér.
En já, ástæðan var ræðukeppnin Sólbjartur í gær. Þar öttum við 3B1 (eða 3 beitt eins og ég kýs að kalla okkur) kappi við 3C2. Í okkar liði var ég frummælandi, Bjarni meðmælandi , Halla stuðningsmaður og Elísabet liðsstjóri. Við vorum á móti og þeir með. Það er nú lítið hægt að lýsa þessu nema þá að þetta gekk mjög vel okkar megin og þetta var rúst með 300stigum! Hitt liðið fær þó þakkir fyrir skemmtileg og VÍST drengilega keppni! Umræðuefnið var svo sannarlega heitt og umræður urðu í raun heitastar eftir að allir ræðumenn höfðu lokið sér af! Þá fór hið ýmsa fólk að tjá sínar skoðanir og læti. Mér var virkilega skemmt, enda finnst mér rökræður af hinu góða. Annars er allt að verða brjálað. Skólinn minn er eiginlega bara að breytast í eitt stórt próf! Og líkamanum mínum hefur dottið í hug að fá hálsbólgu og kvef með vænum skammt af viskírödd og hósta. Og nú síðast dáágóðum slurk af magaverkjum.En maður lætur það ekki á sig fá, ég verð ekkert veik. Það er hvortsemer svo mikið annað skemmtilegt að gerast, þannig að þetta meikar góða heild.

ég var alveg að fara að detta inn í meiri skrif í :ó-það-er-svo-erfitt-að-vera-ég og ó-mig-langar-svo-í þetta-og-hitt... bloggtegundina sem hefur á mínum bloggferli fengið að birtast reglulega, en þar sem ég er svo ónýt í maganum og það er hvortsemer leiðinlegt að lesa það ætla ég frekar að blogga ekki meir í bili.
Skrifið eitthvað fallegt fólk, maginn minn veinar
|