þriðjudagur, september 28, 2004

Hvítur flötur....byrjar að litast og smitast af orðum og svertu. Þau ýmist svettast á hann á mikilli ferð eða dreifast löturhægt um hann. Fegurð þeirra og gáfuleiki fer eftir röðinni sem þau skipast nauðug í. Snilldin loðir við sum þeirra, þegar þau smeygja sér milli annarra og mynda heild. Góð heild getur magnað upp tilfinningar, jafnvel skapað þær, takist höfundinum vel upp.
Sum orð, kastast um í höfði manns án þess maður viti, þangað til maður grípur þau og finnur að þau hafa verið þarna lengi ónotuð. En svo eru önnur sem svamla þarna rólega um, en maður getur ekki notað þau, þótt maður vildi það mest....


Segið mér fólk, af hverju leiðist ég út í svona vit eða vitleysu þegar ég ætla mér að blogga?
|

fimmtudagur, september 23, 2004

Vá, það er gaman. Eins og staðan er núna, er það:
1. Frábært fólk-Maður kynnist alltaf fleirum og fleirum og fleirum, ég veit ekki hvar þetta endar!
2. Skemmtilegur skóli-Aðallega fólkið og félagslífið, en hver getur nú sagt að sögugreining eða jafnvel steinagreining sé leiðinleg!?
3. Leiklistarnámskeið í gær, framhaldsskólamót á morgun- þetta leiklistarnámskeið gengur út á að fíflast, og mikið að því!- já við ætlum svooo að rústa Versló sko!!! be aware!
4. Löguð heimasíða- kommentin komin og þrátt fyriri að súperkonurnar hafi þurft að víkja þá er þetta allt að koma
5. Bráðskemmtileg og mettandi kaffihúsaferð- vorum áðan nokkrar bekkjarsysturnar afar hressar á Hressó...átum eins og hross, mörg hross!
6. Góðar tilfinningar.....segi ekki meir:)


Já...annars eru nokkrir hlutir sem myndi gera mig glaðari
1. Vettlingar- ég get svarið það að mér er búið að vera samfellt kallt á höndunum síðan á MH ballinu þegar ég týndi vettlingunum mínum!
2. Eyðipeningar- það er bara svooo freistandi að kaupa sér alltaf að borða í skólanum..
3. Miði á Airwaves,Prodigy og Beach boys- gullna blandan!
4. Ferð til Japans- skoðaði bloggið hennar Vilborgar(sem er bæ ðe vei komin í tengla ásamt Höllu og Vöku....skemmtilegar þessar elskur) sem minnti mig á það hvað mér langar alllltof mikið að fara til Japans!!hey, 6 á móti 4! Gott mál!

Og eitt að lokum, það er bara feitt gaman að skrifa sögur ! Ég var búin að gleyma því að maður gæti gert svoleiðis þangað til að ég átti að skrifa einhverja leim ferðasögu í íslensku. En hún þurfti ekki að vera sönn þannig að hún varð ekkert leim...endaði sem mjög dramatísk saga með óendurgoldinni ást og dauðsföllum...killer blanda;)

"Ég held að þú hlægir ef þú sæir hvernig Maja lægir rostann í Sæju en ég vona að þú hlæir ekki þótt ég æi undan henni" já...svona er MR stafsetningin mikið krapp....var í dag að skrifa þetta í stafsetningarupplestri, án gríns!
En þetter komið nóg í dag....það eru takmörk fólk!
|

laugardagur, september 18, 2004

Helvítis drasl. Mitt fyrrverandi blogg dó bara alltíeinu upp úr þurru. Ég hafði hér áður fyrr eytt dágóðum tíma í að fínpússa útlitið en nei, það bara hvarf og allir linkar og allt hlassið barasta! Ég er ekki sátt. Nú er ég með ljótt fjöldaframleitt blogg. BÚHÚBÚ! ég þarf huggun, en nei! datt þá ekki bara kommentakerfið líka, éttla reyna að redda því, svo megiði hugga mig..
|

þriðjudagur, september 14, 2004

Það er gífurleg mikil pressa sem stúlka eins og ég lendir í á degi hverjum. Pressur úr öllum áttum dynja á mér og kremja mig saman í eitt lítið kjötfars. Síðan veltur kjötfarsið áfram gegnum dagana og minnkar og minnkar þótt ákefðin á að vinna gegn pressunni miklu magnist upp þá hefur það varla á móti. Fars er líka mjúkt.
Bloggaðu, lærðu heima, farðu á ball, hittu mig, komdu hingað, kauptu þetta, taktu til, borðaðu þetta, vertu glöð og gerðu þetta allt.
Ætli farsið endi ekki bara í einhverjum lásí kvöldmat...
|

mánudagur, september 06, 2004

Stundum held ég að ég búi í dimmu úthverfi, fullu af gangsterum, talandi ghettóslangmáli, blastandi hip hop um miðja nótt í köggunum á bílastæðum götunnar minnar þannig að hundar gelta og gamlar konur hringja á lögguna.
Þetta olli mér allavega miklum örðugleikum í nótt. Ætlaði að festa snemma svefn á brá en þá réðust gangsterarnir inn í hægt sofnandi hugarhvel mitt með tilheyrandi yfirgangi og vörnuðu því að ég skyldi sofna. Lá í staðin andvaka að hugsa um hluti sem maður á ekki að hugsa um þegar maður er að reyna að fara að sofa og er að fara í sitt fyrsta stærðfræðipróf eins og vitleysingur daginn eftir og maður hefur ekki lært sem skyldi heima.
Dröslaðist samt í gegnum skóladaginn með glans enda ekki nema þrjú próf þennan daginn.
Ég og Elísabet föttuðum að það er gott fyrir lungun að læra úti. Það er hinsvegar ekki gott fyrir puttana en þeir mega bara eiga sig. Maður þarf reyndar helst að hafa aðgang að nauðþurftum þegar maður hyggst gera þetta, en það höfðum við ekki.
Lenti í miður skemmtilegri myndatöku um daginn fyrir MR vefinn. Kennaranum fyrir aftan myndavélina fannst afar sniðugt að ráðskast með mig. Bað mig í sífellu að brosa, eða ekki, opna munninn, hætta að gretta mig, slaka á, vera eðlileg, hugsa um skemmtilegt fólk, samt ekki svona, já aðeins til hliðar og blablabla. Tók endalaust af myndum og endað á að segja"Jáhá,..heyrðu við reddum bara góðri mynd seinna" Þetta var alveg til að bústa egóið hjá mér, hálf skalf og varð hrædd við myndavélar fyrir vikið.... Þannig að nú hef ég góða og gilda ástæðu fyrir að myndast illa í framtíðinni- myndavélaveiki!
|

fimmtudagur, september 02, 2004

Éggetsvosvariðþað! Ef það er eitthvað sem ég nenni ekki þessa daganna þá er það að blogga. Munnvikin sem höfðu farið að lyftast á lesendum sem sáu að ég væri ekki dauð úr öllum æðum, munu fljótlega vísa niður á ný því að ég efast um að þessi færsla verði löng. Önnur vikan í MR er að klárast og ég er alveg á því að ég hefði ekki getað valið betur. Hef ekki verið leikin mjög grátt sem busi, fyrir utan mannránið sem ég varð fyrir síðastliðið þriðjudagskvöld af tveimur eldri drengjum. Það var hinvegar hin besta skemmtun svo ekki get ég kvartað. Bekkurinn lofar mjög góðu en maður er ennþá ekki búinn að kynnast öllum þannig að framtíðin er spennandi. Busadagurinn og ballið verður svo næsta fimmtudag og þá verður flippað feitt(eins og framtíðarmenn komust að orði) Fer á Blonde Redhead & Múm og það verður mikið gaman. Eins og þið sjáið er allt gott, fallegt og skemmtilegt svo ég get ekki kvartað!

Ef manni líður ekki vel eftir jóga þá líður manni aldrei vel....
|