laugardagur, ágúst 14, 2004

Jiiii! Annað get ég ekki sagt. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þrátt fyrir að maður hafi næstum ekki neitt fyrir stafni allan daginn. Ég hef samt haft það gífurlega skemmtilegt flesta síðustu daga. Eyddi stórum parti síðustu viku í hlutverki miðbæjarrottu og Elísabet keypti sér bol sem bókstaflega sannar það einnig fyrir mína hönd.

Ég er mikið löt í kvöld þannig að ég ætla að hafa bloggið mitt snöggt og bitastætt.

Fékk að vita það á fimmtudaginn að ég fer til Finnlands næstu helgi. Missi af skólasetningunni og Lou Reed og auglýsi því hérmeð eftir kaupanda á stæðismiða!! Vinsamlegast myndið einfalda röð í kommentakerfinu.
Frekar leitt með þessa atburði en annars er ég spennt fyrir Finnlandi. Fullkomna þá settið þetta sumarið, Norðurlandasettið- Noregur, Danmörk, Svíþjóð og nú síðast Finnland. Og er eimmitt þessa dagana að plata pabba til að taka mig með til Færeyja. Það væri hressandi.

Fór í frumlegustu grillveislu seinni tíma í gær. Pylsur, sportlakkrís og vondir ávanabindandi gúmmíbangsar voru grillaðar/ir á gömlum skólabókum með tilheyrandi lykt, spritti og lætum. Innkeyrslan hjá viðkomandi "hósti" varð afar fallega munstruð þannig að lýðurinn tók sig til og spúlaði bara öll herlegheitin burtu. Afar smekklegt þegar unga fólkið getur skemmt sér við hreinsun af einhverju tagi. Endaði í heitapottssulli/svalli sem undirrituð afþakkaði þó kurteislega. Sat þó hjá á bakkanum og lét hafa sig í hlutverk perradídjeis. Var þó ekki nógu hress þetta kvöld og sagði þetta gott frekar snemma. Rölti heim og söng hástöfum með Badly Drawn Boy í eyðimerkum Suðurhlíðanna.

Bjargaði samt að nokkru leyti vonda skapinu í gærkvöldi þegar vinur minn sagði að hann vissi ekki að ég gæti orðið óhress. Svona kem ég alltaf á óvart;)

Jarðaber eru farin að sækja sterkt að kirsuberjunum í baráttunni um uppáhalds ávöxt Hildar. Spennandi verður að fylgjast með úrslitarimmunni á næstunni. Aldrei er þó að vita nema bláber komi sterk inn enda einkennismánuður þeirra langt kominn.

Er gjörsamlega stopp núna *klóríhaus*. Ég er búin að vera með rifið linsubrot fast bak við augnlokið í allan dag. Það er alveg að verða pirrandi.

Best að ég hætti þessu röfli.....

(verð eiginlega að koma með undirskrift, skrifaði neflilega undirrituð fyrir ofan)

Fleira var það ekki að sinni,

Hildur Kristín

|

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Þar sem ég sat í dag við ruslhendingu og hlustaði á John Mayer datt mér í hug að búa til gullfiskabók. Ég mundi eftir að hafa fundið litla skrifbók með fiðrildum utaná í fyrri tiltektum sumarsins og ákvað að fiðrildin skyldu tákna gullfiska. Minnið mitt er nefnilega ekki upp á marga fiska (kannski gullfiska?) og þessvegna fannst mér tilvalið að geta átt svona bók við hendina. Ég var ekki lengi að fylla upp fyrstu tvær blaðsíðurnar með A) kvikmyndum sem ég tel mig þurfa að sjá fyrr en síðar og B) geisladiskum sem ég hef í hyggju að kaupa er fram líða stundir. Ég sá mér auðveldan leik á borði þar sem nú hefði ég þetta allt skrifað niður og nú væri auðvelt að feta veg skemmtunar hvenær sem mér dytti í hug. En nei, þá var nú heldur betur hnullungur á veginum. Hrollkaldur sannleikinn hríslaðist niður bak mitt og ég hikstaði. Hin framandi veröld gleði og skemmtana átti sér heldur betur dökka hlið. Það rann upp fyrir mér að þesskonar yndisauki er ég hafði talað um kostaði allur marga peninga. Sérstaklega hér á landi. Ég þeystist í tölvuna og skráði mig inn í minn hliðholla einkabanka. Hann var ekki hress í þessari heimsókn enda hafði innihald hans lækkað um 15kalla, á pari af sólarhringum (í einn skóbúnað fyrir brúðkaup og annars mestlítið). Þá tók gamanið að kárna, ég sá fyrir mér skemmtanasnauða framtíð, já eimmitt nú þegar ég var meðvitaðari en nokkrum sinni fyrr. Svona skella ósköpin á þegar þú átt minnst von á þeim.

Það var því eftir nokkra íhugun að ég ákvað að stofna "Skemmtunarsjóð bágstaddrar einungis helgarvinnandi Hildar" Þar sem ég veit að ég á góða að þá treysti ég á að þið, kæru vinir, leggið ykkar að mörkum. Ég bið ekki um mikið, bara eins og einn geisladiska eða kvikmyndastyrk í viku. Hver gæti ekki séð af sér smáaurunum fyrir góðan málsstað og biðjandi augu? Ef vel tekst upp þá er aldrei að vita nema "Fallegi fatasjóðurinn" fái að líta dagsins ljós seinna meir.
En ég legg þetta nú í hendur ykkar.....

P.S. afar skemmtilega, sanna og greinargóða lýsingu á brúðkaupi systur minnar má lesa á www.lukkurefurinn.blogspot.com í boði fröken Elísabetar Tvist (eins og ég kýs að kalla hana héreftir)
|

föstudagur, ágúst 06, 2004

Já, ég hef ekki webloggað (eins og það hét víst í fornöld) mjög lengi. Já, og það er líka leiðinlegt að lesa einhverjar leim afsakanir, en þetta er alveg ótrúlegt. Ég vissi ekki að það væri hægt að vera svona gífurlega upptekinn þótt maður sé ekki einusinni að vinna!
Á morgun er semsagt brúðkaup hjá minni ástkæru, elstu systur, Ástu og tilvonandi manni Bergi. Það er allt búið að vera bandbrjálað heima og heiman vegna þessa fullt af undirbúning, fullt af fólki og fullt af börnum.
Til dæmis var dagurinn minn í gær svona: klipping kl 10, svo smáralind, bærinn, kringlan, stokkseyri, syngja,út að skokka, í sturtu, aftur í kringlu, heim um 8, passa, stússa meira Ekki nema.
Þetta er samt ótrúlega gaman og bryllupið verður æðislett! jess indíd...
Annars er ég að fara að keppa í bikarkeppninni í dag en sleppi á morgun. Það er þetta fína veður og keppnin er á hinum frábæra Kaplakrikavelli. Hahaha....Já góður þessi....
én.....ég held ég hafi varla meira til málanna að leggja á þessari stundu, bara til verkanna.
|