mánudagur, maí 24, 2004

Þá er komið aððí...
Ég held að það sé ljóst eftir þennan kvöldmat að ég ætla ekki að vera hamborgarabúatilari að atvinnu. Ég bjó til alveg gífurlega misheppnaða hamborgara áðan, eins og það er nú létt að gera þá góða. Á þessum stutta tíma lenti ég tvisvar í símanum og þurfti að svara smessi og við það fór fagmennskan út um gluggann. Þessi bansettu símatól krefjast svona mikils oft á tíðum og það þurftu bragðlaukarnir að líða fyrir í þetta skiptið.
Það var gaman á Sauðárkróki, mjög gaman. Það er virkilega langt síðan ég hef borðað svona mikið nammi. "Ha?" segið þið. "Borðar þú nammi? Og borðar þú það í æfingabúðum?" liggur ykkur líklegast spurn á. "Já" svara ég "Æfingabúðir eru sukkbúðir!" svara ég kokhraust og minnist allra nammipokanna, ísanna, gosdrykkjana og skyndibitafæðisins sem ég neytti þessa helgina. Ég er líka þreytt, ég svaf svo fjandi lítið. "Ha? máttiru það?" gætuð þið forvitnast um. "Nei" svara ég "Við erum bara svo miklir rebblar" segi ég og glotti út í annað. "Ahaa..." segið þið fróðari en ella um frjálsíþróttamenninguna.
Skemmtileg svona ímynduð samtöl.
Já, meðan ég man. Ég er víst að yfirgefa mitt ástkæra, ylhýra land í morgunsárið. Ég mun ferðast á landi í einn tíma, lofti í rúma þrjá tíma þangað til að til Noregs er komið. Ég feta í fótspor ævafornra forfeðra, landnámskönnuða er byggðu vort land og leituðu oftar en ekki til Noregs. Íslendingalandið mikla, Danmörk mun einnig vera heimsótt og mun sú ferð vera farin með skipi. Hvílíkt forfeðraflashback.
Ég ætla að hafa sól útí Noregi. Ég ætla að hafa heitt útí Noregi. Ég ætla að hafa gaman útí Noregi. Ég ætla að hafa peningaeyðslu útí Noregi. Ég ætla að flippa út í Noregi. Nei síðasta setningin var einum og flippuð! ehehehehhe úpps!! ég flippari? eheheheh! nauts!? æji kött ðe krapp..
Lifið heil, litlu börn. Farið ykkur ekki að voða hvort sem það verður á Íslandi við skólahangs, skólaekkert eða vinnu. Eða þá út í Norge með mér að flippa! eheheh nei djók! eheheheh úff, megaflipp!
hvert er þessi færsla að stefna?
leiter dúúúúds

Hildur hinn ofurflippaði Noregsfari hefur ritað nóg..
|

föstudagur, maí 21, 2004


Which Sex and the City Player Are You? Find out @ She's Crafty
Já Carrie segiru... Hún gegnir allavega mjög heitu starfi sem mig langar oggupons í. Mér langar líka pínu í fötin hennar, og skónna hennar og vinkonur hennar og suma kærastana hennar og mér finnst NY líka æði. Annars veit ég ekki hvað við gætum átt sameiginlegt....;)

Ég er að fara til Sauðárkróks um helgina. Ég held ég hafi aldrei komið þangað. Það verður stuð, segjum það bara.

Það var alveg magnaður dagurinn í dag. Hawaii theme sko. Ég, Jóhanna og Þóra tókum daginn snemma og brunuðum upp í Bláa lónið. Við vorum klæddar alveg gífurlega sommerlig og það var svona líka upplífgandi. Rigningin hafði ekkert að segja. Ég meina það rignir líka á Hawaii Við fengum meira að segja afslátt við innganginn og ég vil trúa að klæðnaðurinn og fersk framkoma hafi átt þar stóran part. Líka að ég bauð afgreiðslumanninum tyggjó. Ekki spurning.
Þetta var allavega eðal tjill og nóg af útlendingum að hlægja af. Þeir voru held ég líka að hneyksla sig á okkur, en það var bara fyndið. Eftir ráðlagðan dagsskamt af drullumökun (úff..eitthvað bogið við þetta), gufu og hangsi var nóg komið og við "brunuðum" alla leið í Reykjavík aftur. Beint í Eldsmiðjuna með Hawaii tónlistina í botni. En gamanið entist stutt þar sem ég þurfti að mæta á söngskólaslit kl. 4. Ekki nógu sneðugt.
Hættulegasta augnablikið í ródtrippinu okkar var eiginlega á ljósunum fyrir utan húsið mitt þegar Jóhanna dræver kom auga á vinkonu sína á ljósunum, vinkaði og keyrði harkalega uppá gangstétt. Öll Reykjanesbrautin án þess að blikna og svo ljósin hjá mér að fokka þessu upp! Það er naumast!
Eftir grillveislu heima um kvöldið,fór ég í bíó á Kill Bill 2. Klassi. Að sjálfsögðu. Furðu lítið fólk í bíó samt. Hæsta manneskjan undir 2 metrum (úff, aulabrandari vá...) Ég veit ekki hvað fólk gerir á uppstigningardag, en það fer allavega ekki margt af því í bíó. En þá er bara málið að fara í bíó, og vera bara nógu sommerlig á því. Og borða bara nógu fjandi mikið af nammi sem afi og amma manns komu með frá útlöndum. Og vera svo að drepast úr ofáti. Og koma svo heim. Og vera svo pirraður yfir endalausu drasli sem er vaxið fast við gólfið manns. Og gefast upp á að reyna að redda því. Og hætta öllu. Og setjast bara og blogga. Það er málið.
Og nenna svo ekki meira.
Takk í dag, heyrumst eftir helgi...
|

þriðjudagur, maí 18, 2004

Sjortkött
Fólk segir mér að ég bloggi langt. Það er kannski rétt. En lengd er afstæð eins og svo margt annað. En ég skal reyna að hemja mig...
Það er EKKERT að gerast í skólanum. Mér finnst súrt að vera að mæta til að hangsa, éta vöfflur, horfá litlukrakkaleikrit og spjalla. Það er reyndar helt i orden ef maður ber það saman við venjulegan skóladag en ef maður ber það saman við frían dag er það EKKI Í LÆ! EN.. í rauninni hefur maður bara ekki skapaðan hluta að gera ef maður er ekki í vinnunniog ekki í skóla þannig að þetta er frekar skakkt alltsaman.
best að hnussa bara: hnusshnuss....
Mér finnst könnunin mín voða sniðug. Hún er líka með stærðfræðiívafi svona í tilefni af engu sérstöku. Fólk virðist allavega bara vera meira og minna þetta alltsaman! Misskemmtilegir valkostir samt:/ en hey ég var að hlusta á gamla tónlist í tölvunni minni sem ég hafði dánlódað á mínum ferli sem píkupoppari. Sumt er hræðilegt, sumt bara nokkuð nett. Fyndið samt hvað maður kann lögin algjörlega ennþá. Mér líður samt núna eins og ég sé að byrja í 8.bekk aftur...þannig að ég ætla að svitsa yfir í Franzinn minn sem ég heimti úr helju í dag eftir of langt lán til ákveðins aðilla (sem vill til að er ennþá með Mars Voltann minn!) ég þarf að fara að koma upp sektarkerfi;) múahhaah
En hvað ert ÞÚ að hlusta á lesandi góður? (svarist í kommentaformi og allir að svara, má vera nafnlaust ef einhver feimni er í gangi;)hihí)
|

sunnudagur, maí 16, 2004

Hvar á ég að byrja!? Það er svo mikið búið að gerast! Ég gæti náttúrulega sleppt því að segja frá og bara sett punkt og búið. En neinei þar þekkiði mig nú ekki, ha? Annars er ótrúlega pirrandi þegar fólk endar alltaf setningar á ha. Til hvers? Svo maður geti sagt já! Alltaf stemmning í því!Jájájájá! En nú er ég komin á villigötur þar sem ég hafði allt annað að segja frá.
Á fimmtudaginn voru starfskynningar í skólanum. Fólki var plantað út um allan bæ á mismunandi staði eftir áhugamálum. Ég valdi Moggann enda langar mig frekar mikið að vera blaðamaður. Ég held að það sé þvílíkt skemmtileg vinna. Allavega fékk ég mjög góða kynningu. Eftir að hafa fengið að sitja sem fluga á vegg á ritstjórnarfundi var hópnum skipt upp. Hitt fólkið var eitthvað á íþróttum og ljósmyndum en ég stóð föst á mínum blaðamanns-huga og skellti mér í innlendu ein á báti. Þar var stuðið! Eftir að hafa setið annan fund(þá fékk ég sko að sitja við borðið og tala! vá!)þar sem ég hlustaði á gífurlega skoðanafulla og óhlutlausa blaðamenn babbla um allt milli himins og jarðar. Það var fyndið. Ég hélt að maður þyrfti að gæta fyllsta hlutleysi í þessu starfi en það er svo langt frá því. Auðvitað skrifa þeir voða saklaust og hlutlaust(ókei með keim stundum)en þeir hafa sko sterkar skoðanir!! Ég ætla ekki að hafa eftir það sem þeir sögðu um suma stjórnmálamenn... en eftir þennan fund þá fékk ég bara að setjast niður eins og blaðamennirnir og skrifa greinar! Það var mega. Ég var eini krakkinn sem gerði það enda eina sem valdi eitthvað fréttatengt. Afraksturinn voru þrjár greinar. (Áhugasamir fletti td upp í fös.mogga á bls 12(Rauða kross stöff) eða hringi í númerið 900-1500(ok ef þetta er eitthvert klám ber ég ekki ábyrgð)) Svo endaði ég með því að skella mér á blaðamannafund hjá Vís á hótel sögu. Tvíréttaður míl og allt. Ég var gjörsamlega útúr kú við hliðina á jakkafataklæddum mönnum yfir sextugt að hlusta á erlenda tryggingarjöfra babbla um framtíðar eitthvað (áhugasamir kíki í moggann föstudag(haha það á enginn eftir að gera það)En þetta var góður matur þannig að þetta var þess virði:D og já ég er ekki tækifærissinni! mér var boðið!
Á föstudag skellti ég mér til Chicago. Betra en myndin. Laugardag og sunnudag að vinna. Alltaf gaman. Og já. Á laugardag var eimmitt júróvísjon dagurinn mikli! Hvernig gat ég gleymt! En ég hélt með Serbíu- Svartfjallalandi eins greinilega fleiri sem kom mér á óvart! Ég sem var svo stolt af því að halda með einhverju landi sem ég vissi ekki einusinni hvar var en svo var það greinilega stór hluti af Evrópu sem gerði það líka. Annað sætið hjá þeim. Ruslana vinner var alveg ágæt. Nafnið góður fídus, passaði alveg við fötin. En svo var alveg sérflokkur bara af ööööömurlegum lögum sem fengu alveg fuuulllt af stigum! Hver kýs lög eins og Shake-it eða In the disco sem ganga út á gaura í flengnari bolum en britney spírs eða einhver fjandinn! Manni býður við þessum sora! Og það er óþægilegt að bjóða við einhverju þegar þú ert nýbúin að hesthústa pizzu,gosi,snakki og nammi og allt í súperdúper skammtastærðum!:S já svona er maður í ruglinu....alveg að missa seg! En já, Jónsi kallinn sem ég þoli yfirleitt ekki, þoldi ég í kvöld. Stóð sig vel þrátt fyrir ömurlegt lag. Hann var líka ekki í flegnum bol. Kúl það.
En vegna gífurlegs þrýstings frá ónefndum aðilla ætla ég ekki að orðlengja þetta. Semsagt síðustu dagar í hnotskurn, sykurhúðaðir með sósu.
Sjáumst fólk
|

fimmtudagur, maí 13, 2004

Úff, síðasta blogg hljómaði eins og Pollýana með léttgelgjuslettum á gleðigasi. Kannski lýsir það skapi mínu núna;)
Prófalokin voru kórónuð í gær með massa óvissuferð. Gífurleg stemming í rútunni þegar óvissan var sem mest. Eftirvænting var mikil við hverja beygju um hvað myndi gerast. Beygt eður ei? Þegar spenningin var í algleymingi var svo beygt inn á Stokkseyri þar sem er mikið af ljótum húsum eins og okkur var réttilega bent á. Byrjuðum við þar á að fara á dýra-uppstoppi-safn. Það var tja, merkilegt. Ég vorkenndi dýrunum rosalega og fannst óþægilegt að horfa í líflaus augun. Hinsvegar voru margir sem höfðu mikinn áhuga á öllum byssunum og fannst þetta voða sniðugt. Ég get bara ómögulega séð hvað er gaman við að skjóta svona flott dýr. OK, maður skilur kannski með ljón eða þannig, en að skjóta lítinn saklausan silkiapa eða íkorna er bara mannvonska! Líka ekki beint eitthvað til að státa sér af! "Hey, viltu sjá íkornan sem ég skaut um daginn?" ekki alveg að gera sig. Svo fær maður víst einhver verðlaun ef þú skýtur einvher sjaldgær dýr eða af einhverju x færi. Kannski er ég samt bara að ljúga. Var ekki að hlusta af athygli.
Næst lá leiðin á draugasafnið á Stokkseyri. Nokkuð nett. Manni brá samt langmest þegar var BÚ-að á mann!
Vil samt ekki vera að kjafta öllu ef einhverjum dettur nú í hug að skella sér í partýbæinn Stokkseyri á draugasafnið fyrir 900kall þá vil ég ekki eyðileggja skemmtunina! Svo var liðinu smalaðu uppí rútu og keyrt í sumarbústaðinn hans Gauks sem var einhversstaðar þarna í grendinni held ég. Þar var bara tjillað frá svona 18-23, grillað, borðað, hangsað, spjallað, gengið, sungið, dansað(sumir), horft á miskunnarlausa snigla og þar fram eftir götunum. Mér fannst þetta voða ljúft enda var maður eilítið þreyttur eftir allt sem hafði á gengið síðustu daga. Held ég að fólkið hafi bara verið ánægt og féll allt í ljúfalöð í rútunni á leið heim er hafði verið þaggað niður í mannskapnum með kóksopa.
Nú finnst mér þetta bara komið gott. Skólinn má alveg bara vera búinn núna. Þetta er bara rugl, ekkert annað. Nenni samt eiginlega að tala um þetta,verð bara bitur. Núna fengum við allavega frí eftir hádegi og eins á morgun. Var í kynningu á Alþingi og svo bara slórað í bænum. Klassa skóladagur í rauninni.

Fann þessa síðu hérna um daginn. Skemmtileg lesning, eða í rauninni skemmtileg lesning um fyrsta daginn;) Það sem meira var er það að ég komst að því að ég er það sem beðið hefur verið eftir. Það bara hlýtur að vera! Það er enginn merkilegur sem á afmæli 1.jan og það er bara autt pláss þarna fyrir mig. Ég finn það, ég veit það, það mun gerast!
Reyndar er þarna einn merkismaður. J.D.Salinger. Býst samt við að enginn viti hvortsem er hver hann er. Er það nokkuð? Hann skrifaði fantagóða bók fyrir óralöngu sem hét "The catcher in the rye" eða "Bjargvætturinn í grasinu". Ég las hann eimmitt og gerði ritgerð um hana. Mögnuð bók og ritgerðin varð góð líka,kennarinn var voða hrifinn. Það var tengingin sem gerði það að verkum, ég bara veit það. Hann bjó líka rétt hjá okkur þegar við bjuggum í Ameríkunni. Hann er sem áður sagði, merkilegur kall. Þegar hann gaf þessa bók út um miðbik síðustu aldar var hún mjög umdeild. Reyndar efuðust engir um hæfni höfundarins enda fékk bókin frábæra dóma en þótti mörgum efnið hneykslanlegt. Mér fannst þessvegna merkilegt að lesa hana, því að það var nákvæmlega ekkert sem hneykslaði mig í henni, hálfri öld eftir allt fjaðrafokið. Hún hefur eftir það verið talin meistaraverk. Velgengnin virtist þó ekki hvetja Salinger til að skrifa meira, því eftir þetta komu út nokkrar litlar bækur(að mér minnir)og ekkert spes. Hann vildi þó aldrei vera í sviðsljósinu og neitaði nær alltaf fjölmiðlum um viðtal. Mysterískur kallinn. Þið hafið kannski séð myndina "Finding Forrester" þar sem aðalpersónan var eimmitt byggð á þessum höfundi.
Þarna missti ég mig alveg í sögustund. En endilega, ef þið finnið þessa bók, lesið! Látið mig svo vita hvað ykkur finnst....
|

þriðjudagur, maí 11, 2004

JÍHAAAAAA!
GLEÐI,GLEÐI! LIFI PRÓFALOKIN! ÞAU ÆTTU AÐ VERA Á HVERJU VORI EN ENGIN PRÓF. ÉG VÆRI SKO ALVEG AÐ DIGGA ÞAÐ;) EN KAPPSLOKKIÐ ER KOMIÐ TIL AÐ VERA Í ÞESSARI FÆRSLU ÞVÍ AÐ ÞETTA ER BARA GLEÐIFÆRSLA! GAMAN AÐ ÞVÍ! ÉG SAMGLEÐST ÖLLUM SEM VORU AÐ KLÁRA SAMRÆMDUPRÓFIN OG BARA ÖLLUM ÖÐRUM LÍKA! HEFÐI REYNDAR VILJAÐ GANGA BETUR Í PRÓFUNUM EN ÞAÐ ER NÚNA GLEYMT OG GRAFIÐ. ANNAÐ SEM SKIPTIR MEIRA MÁLI: SKEMMTUN!
|

laugardagur, maí 08, 2004

HÚ-HA!
Sit hérna í húminu og heyri óm af færeyskum lögum innan úr stofu. Brandur Enni (hver man ekki eftir honum?) var í þessu að syngja sitt síðasta og nú hefur eitthvað ennþá poppaðra poppað upp. Hvílík bomba. Þetta stuðlar hann faðir minn að. Banastuð á laugardagskvöldi. Já, kallinn þarf reglulega að skreppa til Færeyja útaf vinnu og er greinilega að kynna sér tónlistina. Mér finnst samt skemmtilegasti fídusinn vera textarnir í lögunum. Klassi.
Þetta var frekar einmannaleg byrjun á færslu. Svona eins og dagurinn hefur verið hjá mér. Reyndar var ég í góðra vina hópi í skólanum til 2 en svo tók við einkasamband milli mín og bókanna. Reyndar fékk góð tónlist að slást í hópinn og varð þá fyrir valinu . Þett átti semsagt að tákna Sigurrósar diskinn sem heitir ekki neitt! hah! Já, reyndar fékk ég heimsókn þarna einhverntíman á milli. Hún Elísabet frænka mín með meiru sá sér fært að koma og gleðja mig. Ég var reyndar í furðu góðu skapi þar áður en það var blandinu-í-pokanum að kenna. En eftir að Elísabet fór þá sneri ég mér aftur að bókunum. Það var eiginlega ekki fyrr en um 22leytið að ég var orðin svo útúrlesin að ég varð að gera eitthvað. Til þess að auka nú á einhverfnina ákvað ég að fara út að hlaupa. Hvortsemer lítið betra að gera.
Það voru sorglega fáir úti. Skipti sosem litlu fyrir mig. Ég bara hljóp og hugsaði. Það er gott að hugsa þegar maður hleypur. Fyndið að segja þetta, því að það er ekkert annað hægt að gera á meðan!
Hey, reyndar fékk ég skemmtilegar fréttir í gær. Ég var boðuð á landsliðsæfingu í dag. Komst reyndar ekki en er greinilega komin þá í landsliðið!:) skemmtilegt nokk. Þetta er samt svona fullorðins þannig að ég held að ég sé varamaður. En það er bara jákvætt.
Já..á meðan ég man. Þessi könnun sem ég gerði var gölluð. Veit ekki hvernig, en mér tókst að gleyma Sex in the city. Það er náttúrulega þáttur sem allir virðast horfa á! Hvort sem þeir viðurkenna það eða ekki. En ég nenni ekki að bæta því inní. Ætla að gera nýja.
Mér finnst heimasíðan mín full stelpuleg þegar ég hugsa útí það. Það eru bara myndir af wonderwoman, það kommenta næstum því bara stelpur, ég er bara með stelpu linka(alveg óvart!) og já komið! Hvað veldur?
P.S. sorry en könnunin er í einhverjum mótmælum. Leyfir ekki íslenska stafi!
|

fimmtudagur, maí 06, 2004

Hej!
Ja, nu skal man snakke lidt dansk, ikk'? Det er alligevel dansk test i morgen. Juhu! Mærkeligt hvad det er svært at blogge på dansk selvom jeg har lært den siden i sjette klasse tror jeg! så jeg skal glæde I med at jeg skal blogge på.....islandsk!
Já þetta reyndi á maður, er ekki alveg í nógu góðri æfingu þrátt fyrir að hafa verið að reyna að tala við alla á dönsku á MSN í dag. Ekki alveg að gera sig. Í gær talaði ég svo ótrúlega lengi án þess að nota bil. Þaðerótrúlegagamanogtímasparandiensamtfinnstfólkiþaðfrekarpirrandiþannigaðégskalbarabloggavenjulega.
Ókei nóg af rugli.
En maður verður hættulega heilalaus af próflestri þannig að ég held að ég sé í fyrst sinn síðan ég byrjaði að blogga algjörlega kjaftstopp. Það er óeðlilegt fyrir mig. Þarna sjáið þið hve próf geta leikið mann grátt. Alveg hættulegt.
En ég ætla nú bara að hafa þetta stutt vegna lítillar andagiftar.
Ætla bara að segja ykkur frá fínindis dægrarskemmtun svona í lokin;)
http://babelfish.altavista.com/babelfish/tr
klassi...
hafiði það nú gott fyrir mig
|

miðvikudagur, maí 05, 2004

Súpergott

Búin með tvö samræmd próf. Kemur ekki á óvart. Þau voru bara passleg held ég. Ekki of erfið og ekki of létt. Ég var samt inni allan tíman í báðum prófunum, útaf þessari helv. ritun. Ég eyddi semsagt óhóflega miklum tíma í hana í bæði skiptin. Í íslenskunni átti maður að skrifa um fyrirmyndarhetju og ég skrifaði um Vigdísi Finnbogadóttur. Datt hún fyrst í hug og eftir langa umhugsun skrifaði ég bara um hana. Ég var nú samt bara nokkuð ánægð með þessa ritun. Svo þegar ég fór að ræða við fólk eftirá, þá fékk ég það í hausinn að Vigdís væri heimsk. Ég var nú ekki alveg á þeim buxunum, ónei! Varð mér ansi heitt í hamsi og var þannig það sem eftir var deginum. Ég var komin í þannig skap að fólkið á æfingu var orðið hrætt við mig þar sem ég var farin að rökræða um hvern og einn skapaðan hlut. Bara svona uppá gamanið. Það er í alvörunni voðalega gaman. Ef maður bara missir sig ekki í því, eins og ég gerði. Svo í gær var það enskan. Hún var skítsæmileg sko. Sem er náttla lygi því að engin próf eru sæmileg, engin próf eru neitt í áttina að vera jákvæð. Þau eru og verða alltaf próf sem getur ekki þýtt annað en neikvætt.

Í gær var gerð heiðarleg tilraun til þess að myrða mig fyrir framan hóp af 6.bekkingum. Þessi tilraun hét öðru nafni Grunnskólamót Reykjavíkur í frjálsum. Guð hjálpi mér. Þurfti að vinna þarna í einnoghálfan klukkutíma eftir æfingu og mér var ekki skemmt. Í fyrsta lagi eru krakkar í 6.bekk ekki fyndnir. Langt frá því. Samt hafa þeir mikla þörf fyrir að halda það og segja eitthvað fyndið í gríð og erg. Í öðru lagi eru fullt af þeim gífulega vitlausir. Ég var til dæmis spurð hve langt þau mættu stökkva í langstökki og hvert þau ættu eiginlega að kasta kúlunni. Ég hefði nú haldið að þetta segði sig sjálft. Svo í þriðja lagi var skítdrullukalt úti. Það er ekki komið sumar. Það var snjór og rok og ég var illa klædd hangandi úti. Ég sá líf mitt fjara út og það glitti í skært ljós. Áttaði mig svo á að það var bara sólin. Svo vildi svo skemmtilega til að þegar þetta var búið þá þurfti ég að hjóla heim. Í þessum nístingskulda. Allt í einu áttaði ég mig á því að ég var ekki með hjólalyklana mína. Mér stökk ekki bros á vör, enda var það mér lífsómögulegt, gjörsamlega frosin allstaðar. Var ekki heldur með símann minn þar sem ég hafði náð að gleyma þessu í töskunni hennar Þóru sem heima upp í Árbæ og það er sko ekki í leiðinni. Þetta reddaðist nú á endanum og pabbi sótti mig, bláa og brenglaða.
Í dag er ég búin að vera yfir mig löt.
Vaknaði, breytti nýjum texta við nýtt lag sem var áður um litla stelpu sem gat ekki sofnað, í texta um fjöldamorðingja. Betra. Svo lærði ég smá með Hvítum Strípum áður en ég beilaði alveg og lagðist svo látt að leggjast fyrir framan tölvuna. Eins og svo oft áður. En lesóðir netverjar krefjast hugrenninga minna þannig að ég lét undan þrýstingi.
En nú ætla ég að fara að fóðra óargardýrið mig sem vill mat í kjaft
Aloha...
P.S. www.folk.is/marsy og www.karason.blogspot.com...skemmtilegar umræður þarna!
|

þriðjudagur, maí 04, 2004

Æji ætli ég beili ekki bara á blogginu í kvöld. Kem með eitthvað góðgæti er morgnar....annars líst mér ekkert svo vel á nýja pollinn minn. Fólk er alveg 50/50 á því hvort ég sé góður eða ömurlegur bloggari...:/
En ég skal þá bara reyna betur!
megið samt alveg kommenta ef það er eitthvað sérstakt að angra ykkur, eða ekki...
|

sunnudagur, maí 02, 2004

This is it! ( Is this it,meðan ég man, er náttúrulega snilld!)
Góðir hálsar,nú styttist í endalokin, tortímingin mun eiga sér stað innan 24 tíma. Sumir komast af, aðrir ekki. Það sem áður var, er búið, og allt það stóra sem framundan er, er í náinni nánd. Við útvöldu erum að keyra að risastórri hraðahindrun sem reynast mun hraðahindrun í raun sé keyrt of hratt. En hún getur verið þægileg upplyfting fari maður rétt að. Margir þættir spila inn í og klikkir þú á einum, veistu aldrei hvað getur gerist. Þú getur aldrei gengið að neinu sjálfsögðu,nei, ekki í þessum heimi.

Jæja, nóg komið af hræðsluáróðri um samræmduprófin(svona fyrir þá sem ekki vissu er semsagt test#1 hjá 10.bekk í fyrramálið kl 900 að íslenskum tíma...) þau eru ekki jafn mikið mál held ég og allir eru að halda fram. Þau verða það, ef maður heldur það, eða segjum það bara. Allavega er ég búin að vera að vinna alla helgina, macho dugleg!;)

Fór í gær í Ísbúð í Vesturbænum sem ég veit ekkert hvað heitir, en er rétt hjá Melabúðinni. Hún er schnilld!!:D var þarna semsagt eftir vinnu á hjólinu mínu sem er nú annar kapituli útaf fyrir sig, að hlusta á Bítlanna dáðu, étandi magnaðan "þeyting" í sólinni. Bara þetta fjandans rok að skemma fyrir. Já, meðan ég man- ÉG HATA ROK! Það er alltaf til staðar á þessaru landskeri okkar og er bara fyrir! Það er ótrúlega pirrandi að hjóla í roki, hvað þá hlaupa!
Ég held að mótmæli séu bara málið í dag..- RÖKKUM NIÐUR ROKIÐ, LIFI LOGNIÐ! JÁ!
En já, hjólið mitt er feiknarlega skemmtilegt. Það er farið að hljóma jafn fallega og það lítur út, en það er semsagt skreytt með fögrum koparlitum blettum. Það er farið að gefa frá sér hljóð sem minna á mýs. Mýs sem er verið að kremja. Alltaf!! En..þá er bara málið að setja ómfagra tónlist í spilarann og syngja svo með..þá yfirgnæfir maður hjólasinfóníuna. Magnað. Samt horfir fólk oft á mig, ég veit ekki af hverju, mér finnst mjög eðlilegt að syngja, syngja hátt, þegar maður hjólar.
Já, svona til að klára hjólakapítulann þá finnst mér einkar sniðugt að ég parkeraði á hjólabílastæði í morgunn! Er það ekki snilld, að svoleiðis sé til? Það stendur svona P og mynd af hjóli. Jájá, sumt fólk er svo sniðugt...

En, nú ætla ég að hætt þessum óþekktum og taka til við lærdóm eins og sönnum 10.bekkingi sæmir*hóst* já....
Gangi ykkur vel, jafnaldrar og aðrir sem eru í vorprófum;)
Kveð ykkur hér á lærdómsnótunum....
|