föstudagur, apríl 30, 2004

Það sem fólk getur gert!

Gáfaða Hildur fór á stjá í gærkvöldi. Svona rétt fyrir miðnætti. Eftir dágott hangs og rugl ákvað hún að leggjast til hvílu. Fór upp í rúm og lá þar djúpt hugsi. Þetta voru skemmtilegar pælingar sem áttu sér stað, pælingar um hvað hún elskaði. Eftir skamma umhugsun var hún komin með feikimörg atriði, en sá fljótlega að þetta voru allt dauðir hlutir. T.d. sérstakir geisladiskar, eyrnalokkar,sælgæti og þar fram eftir götunum. En hvað með þá hluti sem maður kaupir ekki og handleikur (oftast) ekki? Þá minnkaði listinn nú heldur mikið. Það er nefnilega hlutur sem fólk gleymir svo oft að hugsa út í. Það eru allir frábæru hlutirnir sem maður elskar sem kosta ekki neitt. Eftir ríflegt hugs var hún komin með myndarlegan lista. Mundi hún þá eftir einum nauðsynlegum hlut. Kertaljós. Hildi finnst fátt meira róandi(svæfandi)og notalegt og kertaljós. Vildi svo skemmtilega til að nokkrir kertastjakar voru á náttborði hennar svo hún teygði sig í eldspýtur og tendraði ljós. Herbergið lýstist hlýlega upp og flöktandi ljósið sefaði djúpar hugsanir. Listinn var hvortsem er orðinn nógu langur.
Allt í einu vaknaði Hildur upp við vondan draum. Sterkur fnykur barst inn um vit hennar og hún furðaði sig á því hvað gæti mögulega lyktað svona illa? Dokaði hún aðeins við, en viti menn lyktin magnaðist upp. Þetta var ein versta lykt sem hún hafði á ævi sinni fundið! Hvað var eiginlega í gangi? Hún fann hvernig römm lyktin fyllti lungu hennar og var henni nóg boðið. Hún stökk á fætur og kom þá auga á litla hárteygju sem var í þann mund að sviðna í sundur. Hafði hún einhverja hluta vegna hangið ofan á einum kertastjakanum og höfðu logarnir teygt sig í hana. Í miklum flýti skundaði Hildur með teygjuna inn á bað og kaffærði henni í vatni. Hvílík stybba!!! En er hún sneri aftur inn í herbergi, staldraði hún ekki lengi við. Alveg viss um að þessi nótt yrði sín síðasta, svæfi hún hér, hljóp hún inn, opnaði svalarhurðina, greip koddann sinn og flúði niður í gestaherbergið, staðsett í kjallaranum. Svaf hún því þar, þessa nótt, fussandi og sveiandi yfir því hve lítil hárteygja gæti lyktað ótrúlega illa!

Boðskapur þessarar sögu krakkar mínir, er að kveikja ekki í hárteygjum...
Nú eigið þið öll pottþétt eftir að gera það, svo ég bið ykkur bara um að gera það á stað þar sem er örugglega hægt að reykræsta og engir pirraðir foreldrar eru í nálægð....

Lifið heil!

P.S. kannski maður birti þennan lista einhverntíman..

|

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Skoðanir
Kommentakerfi eru af hinu góða. Ég er á því. Hinsvegar finnst mér fólk ekki vera að nýta sér rétt sinn til fullnustu, þar sem heimsóknir og kosning á síðunni benda til þess að það sé ósamræmi í gestafjölda og kommentaskrifum...hummhumm. Hvernig stendur á þessu? Það er endalaust hægt að tjá sig. Blogg eru til dæmis bara samansafn af hugsunum, tjáningum, rugli og tilfinningum. Ekki flókin formúla en útkoman getur verið ansi skemmtileg. Og ekki. Gelgjublogg eru tildæmis ekki há á skemmtanaskala. Og ekki heldur "Égvaknaðiogfékkmérkornflexaðborða" blogg. Og í rauninni ekki heldur "Égersvoflippuðaðégeraðdeyja" blogg. Geta samt skemmt í stuttan tíma útaf fáránleika, en eru slöpp til lengdar. Ég reyni eftir minni bestu getu að halda mínu á góðu og heilbrigðu plani. Þessvegna ætti gott fólk að geta skrifað góð komment, því það gerir lesinguna skemmtilegri fyrir fleiri og skrifninguna skemmtilegri fyrir mig. Allir vinna! Talandi um blogg/síður þá sá ég eina ansssi hreint ...humm já..merkilega um daginn. Maður má víst ekki tjá sig of mikið á veraldarvefnum því að það er til hlutur sem heitir meiðyrði eða eitthvað álíka...en hér er það
http://kasmir.hugi.is/ernag (sorrý er ekki nógu mikill nörd eða gáfuð eða eitthvað til að kunnað að setja alvörö link)
Ég hreinlega veit ekki hver er tilgangurinn með þessari síðu, bara hef ekki glóru!
En ég er farin að gera eitthvað með viti,
eða allavega þykjast.
El blessó....
|

mánudagur, apríl 26, 2004

Hvað getur maður sagt...
Í dag skiptust á skin og skúrir. Þetta var eiginlega frekar asnalegur dagur. Það var bara allt asnalegt. Ég var í ömurlegu- og góðu skapi til skiptis. Bara svona eftir því sem mér datt í hug. Mamma kom heim frá útlöndum sem var fínt en samt tókst mér fljótlega að fara að rífast við hana og svo fljótlega var það búið. Asnalegt. Hún gaf mér buxur sem voru rosa flottar þangað til alltíeinu urðu þær of stórar. Asnalegt. Ég var á hljómsveitaræfingu, fór á söngæfingu en beilaði á frjálsíþróttaæfingu- ekki er allt þegar þrennt er í þetta skiptið! Mér leið bara of asnalega til að fara, var í einhverju andlegu sjokki útaf öllu bara. Var þessvegna heima í furðulegu skapi að horfa útí loftið og læra til skiptis, mömmu minni til mikillar undrunnar. Já, svo eftir dágóðan hugsunargang um lífið og tilveruna saumaði ég mér pils sem varð asnalegt. Merkileg tilviljun. Endaði svo kvöldið á að syngja í óperettunni í söngskólanum í bleikum blómakjól sem er alveg ótrúlega fíflalegur ef maður lítur þannig á málið. Ég er algjör Heidi í honum. Hann er samt líka flottur ef maður lítur hinsegin á málið(nei ekki þannig hinsegin). En ég var þá í merkilega góðu skapi þannig að ég ákvað að taka 15mín. krók á leiðinni heim á hjólinu mínu (annars 5 min leið) bara svona aþþíbara. Alltaf hressandi að gera eitthvað aþþíbara. Kom svo heim, var sagt að vera nú dugleg og læra, sem ég er ekki að gera.
Gaman að því....
|

laugardagur, apríl 24, 2004

Helgar"frí"
Já, þið segið það. Nú er víst kominn laugardagur en þaþ þýðir ekki að mín eigi frí, ónei. Byrjaði morguninn snemma á því að mæta upp í Ársel kl. 9:30 í morgun á vegum ÍTR um frítíma ungs fólks, fyrir hönd ÍR ásamt Villa og Óla. Það var bara vel heppnað og komum skoðunum okkar á framfæri varðandi ýmsa hluti tengda íþróttum og félagsstarfi. Er svo núna að fara að læra í allan dag og svo vona ég að það verði hljómsveitaræfing. Á morgun er það svo vinna kl. 11 og svo um kvöldið er fyrsta sýning af þremur á nemendauppfærslu söngskólans á einhverri óperu. Svo þarf ég líka að æfa mig fyrir stigspróf í söngnum og læra fyrir tónfræðipróf, hlaupaæfing og auðvitað læra læra og læra fyrir þau samræmdu!:S ÞETTA ER SEMSAGT SKEMMTILEG HELGI!!! svo eru foreldrarnir að koma heim frá útlöndum á mánudag og þar sem húsið hefur af einhverjum óútskýranlegum ástæðum breyst í ruslahaug á undanförnum dögum þá held ég að ég verði virkilega að tala til hendinni:( úff stundum er lífið mitt bara ekki mönnum bjóðandi! EN nóg af sjálfsvorkunn og voli.
Í gær sá ég Kill Bill Vol. 1 í fyrsta sinn!! Var semsagt kill bill virgin en hrifningin var gífurleg þannig að nú stendur til að sjá þá seinni sem fyrst. Vill svo skemmtilega til að ég var eimmitt að sjá Pulp Fiction bara í fyrsta sinn í páskafríinu þannig að ég er eiginlega bara nýbúin að uppgötva Quentin Tarantino. Vissi nú alltaf af manninum en hafði aldrei gengið það langt af einhverjum ástæðum, að horfa á blóðsúthellingarnar sjálfar, en varð svona líka heilluð.
Talandi um blóðsúthellingar. Ég var dáldið skrýtinn krakki. Ekki það að ég hafi stunda? blóðsúthellingar í miklum mæli eða haft rosa áhuga á þeim þegar ég var lítil en ég get þó ekki neitað því að mér fannst svona hryllingur eitthvað voða spennandi. Eða hryllingur,eða ekki hryllingur. Allavega var uppáhalds sjónvarpsþátturinn minn 911 á stöð 2. þetta var semsagt, fyrir þá sem ekki vita, hrikalega týpískur amerískur þáttur með svona algeru gimpi sem kynni og snerist þátturinn um að sviðssetja slys og segja frá þeim og hvernig 911 gat á ótrúlega hetjulegan hátt bjargað öllum úr hinum ólíklegustu lífsháskum og stöðvað innbrot og allt bara. Mamma var alltaf svo hneyksluð á því að ég, 6 ára barn, gæti ekki misst af einum 911 þætti án þess að tryllast! Ég vissi ekki og veit ekki enn hvað mér fannst svona gaman við þetta en ég sagðist alltaf vilja horfa til þess að vita hvað ég ætti að gera ef þetta gerðist hjá mér. Reyndar ekki miklar líkur á því að ég muni lenda í skotárás eða þvíumlíku í framtíðinni, en þegar það mun svo gera get ég hugsað til baka ot þakkað fyrir að hafa alltaf horft á 911 þegar ég var á blautu barnsbeini. Hvílík heppni! En man einhver eftir þessum þáttum?

Já svo til gamans má geta að samkvæmt nýjustu úrslitum úr könnuninni á þessari síðu þá á ég þrjá leynilega aðdáendur, nokkra vini, enga kunninga og engann sem þekkir mig ekki neitt!:O vel af sér vikið!:D En ég hvet endilega alla til þess að kjósa og endilega að skrifa komment, alltaf gaman að lesa svoleiðis frá fólki og já, þar sem ég kann ekki að setja emailinn minn neinstaðar á þessa síðu þá set ég hann bara hér ef einhver vill senda mér línur: hildurk@hotmail.com
leiter dúds
|

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Gleðilegt sumar!
Nú er svalir sumarvindar þjóta um vit mín í glampandi sólskininu á þessum fyrsta degi sumars get ég ekki annað en hugsað um það sem framundan er. Yndislegur tími í vændum....ef ég mínusa samræmd próf, óeðlilega langt skólaár, sumarvinnu og vonda veðrið á okkar ástsæla landi, þá er þetta næstum fullkomið!

Ég var áðan í bænum. Alveg fullt af fólki þar að gera ekki neitt. Akkurat það sem maður virðist eiga að gera í dag. Var fyrst að vinna við Víðavangshlaup ÍR hjá Ráðhúsinu við að verðlauna sveitta útslefaða hlaupara og já...það er ekki jafn gaman og það virðist! Sem betur fer voru bara sirka 200 þáttakendur, þannig að maður var ekkert ÞAÐ lengi! Svo lá leiðin á Ingólfstorg þar sem við keyptum okkur ís sem við borðuðum á Austurvelli sem var pakkaður af fólki. Ég sýndi meðfædda hæfni mína í einhverjum fótboltaleik sem endaði með því að næstum allir fengu gefins bolta nema ég. Já og fyrir þá sem hafa ekki séð mig spila fótbolta þá er hæfni mín sennilega á mínusskala. En það er bara fyndið. Það er alltaf fyndara að horfa á fólk sem er ömurlegt í fótbolta þannig að ég hlýt að geta skemmt einhverjum.
Hjólaði svo heim með fáránlega sumarlegan disk í "Gangmanninum". Alveg magnað að hjóla í svona veðri, eins og það er ómagnað að hjóla í roki og rigningu. Ætli bíll og hjól sé ekki bara besta samsetningin. Ekki nema hálft ár í það! Klöppum fyrir því! Þarf nú samt sennilega að læra á bíl fyrst, en það er seinni tíma vandamál. Ég er hvortsemer frekar hrædd við ökukennara.
En ég er farin að læra útaf því að það er svo gott veður,
þangað til næst...
P.S. ég bætti við eins og þremur kirsuberum hér fyrir ofan því að þau eru uppáhalds ávöxturinn minn(eða ávextirnir mínir) og þau eru svo falleg OG þau eru svo sumarleg...Mmmm....:P
|

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Eftirsótt gersemi
Derhúfan sem gegnir því eftirsótta hlutverki að prýða myndina fyrir ofan linkana er kostagripur alveg hreint! Fann hana fyrir svona viku ofan í dótakassanum þar sem dót fyrir gesta-börn er geymt. Það vakti bæði athygli mína að hún væri þar út af því að áletrunin er kannski ekki fyrir börn (FREEDOM TO PARTY) og svo það að ég hélt að foreldrar mínir væru löngu búnir að henda þessu. Það fyndna er nefnilega að pabbi minn átti þessa húfu á sínum yngri árum sem ýtir undir þær grunsemdir að pabbi minn hafi verið partýljón hið mesta.
Reyndar finnst mér alveg óhóflega glatað hve svona trucker derhúfur eru orðnar mikil tískubylgja. Ég nota þessa einungis út af of-svalri áletrun! En mér finnst td. mjög hæpið þegar ég sé 10 ára smágelgjur með svona bleikar trucker húfur alveg að missa sig í að herma eftir Birgittu sem sást víst með svona höfuðfatnað eða eitthvað álíka! Ekki alveg að gera sig..
En þessi húfa virðist verða að miðpunkti athyglinnar hvert sem ég fer og hefur ófáum ljósmyndum verið smellt af gæðagripnum, ýmist á eiganda sínum (sem er hér og með ég, ekki hið upprunalega partýljón!) eða æstum almúganum sem hefur hart barist um hana og hefur það oft endað í blóðugum slagsmálum þar sem ég hef þurft að grípa inn í til þess að blóðið skvettist ekki á gripinn(ókei þessi setning var lygi)
En við verðum að læra að bera virðingu fyrir fallegum húfum, það vantar alveg í þjóðfélag okkar í dag.
Sæl að sinni
(ókei langaði bara að enda þetta soldið pólítíkusalega þar sem ég hef voða lítið að segja á þeim vettvangi hvortsemer!)
|

mánudagur, apríl 19, 2004

GAMAN AÐ ÞESSU!

Það þarf svo litla hluti í lífinu til þess að gera mann glaðan. Það er eimmitt það sem gerðist hjá mér í dag. Bara nokkur orð geta breytt litlum stöðluðum degi í einn verulega góðan!
Bara nokkur orð.
Þetta er farið að hljóma eins og svona leim keðjuímeil þannig að ég ætla að hætta ...en þetta er samt satt!

Mér finnst það gífurlega skrýtið að ég sé í góðu skapi. Ég er að fara upp í skóla núna að taka æfingar-samræmt próf í stærðfræði á ó-skóla tíma! Ætti að vera að fara á æfingu en sleppi henni fyrir 2 tíma í stærðfræði og er í góðu skapi!? Já, lesendur góðir, svo virðist sem ég sé gengin af göflunum.
Ætli það sé ekki sólskininu að kenna....
|

laugardagur, apríl 17, 2004

Líf í fiskabúri
Já, það skal ég nú segja ykkur börnin góð, að margt er til í kýrhausnum.
Lengi hef ég haft dálæti á ákveðinni hljómsveit. Er hún nefnd Maus og á hún ættir sínar að rekja til fósturjarðar vorar(eða í rauninni hálfrar fósturjarðar minnar)Íslands. Skemst er frá því að segja að um daginn er úrslit voru háð í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu Betur, kom eimmitt ein spurning um þessa téðu sveit. Gladdist sögumaður heldur betur er hún komst að því að hún vissi svarið fyrr en bæði liðin og breyttist álit fyrrnefnds sögumanns á þessari keppni um mun þarsem loksins vissi hún rétt svar í einhverju öðru en hraðaspurningunum. Og einnig að spurningar keppninnar væru orðnar svo skemmtilegar.
En þetta var einungis útúrdúr,höldum áfram þar sem frá var horfið.
Ekki er þó hægt að segja að sögumaður sé gamall aðdáandi,enda kynntist hún sveit þessari ekki af alvöru fyrr en árla sumars 2003. Hafði hún áður heyrt í sveitinni, en átti enga plötu.
En svo kom sprengjan, þegar Hildur heyrði Life in a fishbowl fyrst á öldum ljósvakans. Þá var ekki aftur snúið. Var það fyrsta lagsmíð Maus sem hún heyrði af nýjasta afkvæmi þeirra, Musick. Sturlaðist nú stúlka í hvert sinn er heyrði hún umrætt lag. Skömmu seinna er leið hennar lá til Kanada, ákvað hún að fjárfesta í kostagripnum Musick.
Sá sögumaður ekki eftir að hafa eitt eyrinum í (þessi) sekúndubrot(sem ég flýt) eftir það og litaðist umrædd utanlandsferð mikið af þessari tónlist, enda sjaldan sem diskurinn yfirgaf "Gangmanninn" og þá sjaldan er stúlkan var ekki með "Gangmanninn" við hönd.
Eftir heimkomuna fóru hjólin að snúast og fljótlega fjárfesti hún í fleiri Maus diskum, sér til ómældrar ánægju.
Einn var þó galli á gjöf njarðar. Var hann sá að stúlkan var svo óheppin að aldrei sá hún drengina spila á tónleikum. Missti af þeim á 17.júní, var að vinna á Menningarnótt, var erlendis er þeir spiluðu í Norðurkjallara o.sv.frv. Líða tók á árið og enn stóð við sama. Maus hélt tónleika í gríð og erg en fóru þeir ætíð fram á stöðum kenndum við skemmtun þar sem aldurstakmark var hærra en veður leyfði.
Það var ekki fyrr en í apríl mánuði að vinda fór að lægja og af ótrúlegum sökum var Maus auglýst á rokkhátíð í bæ er Hafnafjörður heitir. Gladdist sögumaður þá í hjarta og ákvað að nú væri komin tími til að binda enda á þessa vitleysu.
Á föstudagskvöldið 16.apríl gerði Hildur sér ferð upp í Hafnarfjörð ásamt góðvinkonu sinni, Guðrúnu Drífu. Eftir nokkrar hljómsveitir var komið að hápunkti kvöldsins. Maus í öllu sínu veldi, ljóslifandi á litlu trésviði um 2 metra í fjarlægð. Upplifunin var draumkennd. Skotheld skemmtun, en þó persónuleg út í hitt ýtrasta. Kváðu Mausara okkur vera sérstök og frumfluttu fyrir okkur fallegt lag. Eftir frábæra spilamennsku í einhvern tíma (fylgdist ekki með tímanum) var svo komið að drengirnir þurftu að kveðja, spurðu þeir þá hvaða lag tónleikagestir vildu heyra. Kallaði þá sögumaður "Glerhjarta!" Ku Biggi hafað byrjað að spila það en kvað það vera of rólegt sem lokalag. Gladdi það þó sögumannsins litla (gler)hjarta að heyra upphafstónana bara fyrir sig. En svekkelsið var ekkert, þar sem "Lífið í fiskabúrinu" er að sjálfsögðu frábært lag og svíkur aldrei.
Endaði þannig hið frábæra kvöld, 16.apríl. Þess mun ávallt verða minnst sem kvöldsins er ég fór á hina ógleymanlegu og einlægu Maus tónleika í íþróttahúsi Víðistaðaskóla.
Takk fyrir mig
|

föstudagur, apríl 16, 2004

Um daginn ákvað ég að eyða síðustu aurunum mínum í tónlist. Það er reyndar hluturinn sem ég eyði sennilega um helmingi innkomu minnar í, en tónlist er bara það stór partur af lífi mínu þannig að mér finnst þetta fínt:)
Það sem ég keypti mér núna síðast(á by the way glötuðum markaði í perlunni þar sem þú getur keypt þér harðfisk og pottablóm með tónlistinni sem er í stórum dráttum vond) var:
Franz Ferdinand
Bang Gang- You

Þeir eru gjörsamlega fáránlega magnaðir báðir tveir! Ég þekkti Bang Gang náttúrulega vel fyrir enda er Something Wrong nýjasti diskurinn þeirra(hans) með bestu íslensku diskum síðasta árs. Ekki amalegt það. En Franz er nýtt, hipp og kúlt band sem er á allra manna vörum og frægðarsól þeirra breiðist út hraðar en, uuu, poppuppgluggar!(ehh..já..neinei ég er ekkert ÓENDANLEGA PIRRUÐ Á POPP-ÖPPI!)
Kom mér skemmtilega á óvart þegar ég heyrði Take me out fyrst fyrir dáldið löngu í Rokklandi þegar Óli Palli var að kynna þá. Ást við fyrstu hlustun myndi ég segja. Alltaf gaman að uppgötva nýja tónlist sem ég get bara ekki hætt að gera þessa dagana. Vorvindarnir hafa góð áhrif. Líka svona í mínu persónal tónlistarlífi. Ég hef breyst í vél-lagasemjunarvél! Úff..það er ótrúlegt, ég hélt að ég væri fatlaður tónlistarmaður af því leiti að ég hélt að mér vantaði bara þann eiginleika að semja tónlist! Fyrir utan svona lög í sama leveli og gamli nói þess háttar. En eftir að ég byrjaði í hljómsveit byrjaði tónskáldagáfan að flæða. Það hafa allir gott af þvi að byrja í hljómsveit svona inn á milli.

En nóg af þvaðri, og já talandi um þvaður. hvað á þetta eiginlega að þýða óþreyjufulla fólk? þetta eru aldeilis kröfurnar hérna! maður er valla komin í bloggstellingarnar og þá byrjar fólk að babbla um að ég sé ekki nógu öflug, fyndin og sniðug... en bíðið bara... ÉG ER ÞAÐ!!!....
(úú, þetta var dáldið magnþrungið augnablik)
tjáó, turtildúfur
|

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Einu sinni er allt fyrst og ég er að læra á þessa græju!:) svo nenni ég ekki að setja inn linka, ekki nema fólk biðji um það or some.
ég er að drekka sódavatn og að verða of sein í tónfræði.
Best að skella inn einni mynd
nei æjæ...ég kann ekki að setja mynd!
rusl
|

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Sælt veri fólkið!
Þetta er tvírætt heils því að ég er auðvitað að heilsa ykkur, hinir nýju blogglesendur míns nýja bloggs og svo vil ég einnig að fólk sé sælt. Því þá eru engin vandamál. En það er ekki raunveruleikinn, svo það eru vandamál. Til dæmis var vandamál hvað ég átti að hafa slóðina á bloggið en þessi titill var svo asskoti sætur að ég bara sló til. En ég ætla bara að hafa þetta lítið og nett blogg sko, ég nenni engum stórum færslum svona í­ augnablikinu en það koma dagar og kannski stórar færslur! jei fyrir því­! semsagt bara smá innlit í­ hausakotið mitt. -byrjar núna
gjöriði svo vel.....
|