föstudagur, september 08, 2006

Kæru gestir
Mér finnst kominn tími til að tilkynna að ég hyggst taka mér hlé frá bloggi. Eins og staðan er núna liggur andagift mín annarsstaða og færslurnar hafa verið harla fáar uppá síðkastið. En ég ætla ekki að orðlengja þetta frekar.
Kannski hefst bloggið aftur í innan skamms. Ég sé til.
|

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Skallapoppari
Fyrir þá sem skildu ekki síðustu færslu bendi ég myndina hér til hliðar. Hún lýsir núverandi ástandi mínu vel. Fólk hefur tekið upp á því að öskra, jii-a, verða orðlaust og hvaðeina þegar það sér mig. Svo mikil áhrif hef ég núna. Ég hef líka tekiði eftir að fólk þekkir mig ekki, enda bjuggust fáir við þessum gjörnaði af mér. Fyrst um sinn ætlaði ég engum að segja frá en eftir að nokkrir höfðu séð mig bárust fregnirnar sem eldur um sinu um allan bæ og ég heyrði af fólki sem ég þekki ekki einusinni sem vissi af þessu. Allir hafa þó tekið þessu vel eftir að sjokkið hefur liðið hjá nema einn fastagesturinn í Sundhöllinni. Hann hafði alltaf ávarpað mig sem fallegu konuna og er nú steinhættur því. Hann varð mjög vonsvikinn þegar ég tók fína hárið. Ég passa mig samt alltaf að vera með eyrnalokka í vinnunni svo gömlu konunum bregði ekki og heimti að drengurinn fari út. Það gerðist reyndar samt einu sinni, eyrnalokkar sjást ekkert alltaf að aftan.
Fólki fiinnst líka gaman að uppnefna mig. Hefur því þó tekist misvel upp en mörg góð nöfn hafa litið dagsins ljós. Lumi lesendur á góðu viðurnefni sem þeim finnst þeir verði að deila með mér, þá bíður kommentakerfið spennt. Þetta gæti jafnvel orðið góð keppni.
|

fimmtudagur, júlí 13, 2006

það tók um það bil 15 mínútur þangað til að það var allt farið.
þetta var mjög athyglisvert kvöld.
ég þjáist ekki af sjúkdóm.
þetta er eitthvað það besta sem ég hef gert.
|

föstudagur, júní 02, 2006

Nýrnabaunir

Jæja, helgarbloggið mitt fæddist ekki en núna kemur nýtt fyrir þessa helgi. Það er margt að gerast þessa daga hjá mér. Ég er byrjuð að vinna á fullu og líkar vel. Sundhöllin er voðalega fín og róleg. Fyrsta skipti sem ég vinn vaktavinnu og mér finnst það frábært. Frídagar á virkum dögum eru algjör munaður.

Ég er frekar andlaus akkúrat núna, svona fyrir almennileg skrif.

Það sem mér líkar:

-grænmetismatur

-sumar"frí"

-Hróarskelda í þessum mánuði

-Arnar

-nýju ljótuljótu skórnir mínir

-Hjálpræðisherinn

-vinnan mín

-yoga

Það sem mér líkar ekki:

-hvað ég skulda mörgum peninga

-nýji borgarstjórinn

-að Arnar fari á miðvikudaginn

-herbergið mitt er dæmt til að vera í rusli

Af þessari einföldu könnun má sjá að á jafnlöngum tíma skrifaði ég meira í gleðidálkinn. Enda er gaman að vera ég núna. Takk.

|

fimmtudagur, maí 25, 2006

Hljómleikar

Komdu!

Ég vil benda á að Rökkurró er eina íslenska hljómsveitin svo þið eruð að fá mikið af alþjóðlegri tónlist fyrir peningana ykkar.

Ég blogga almennilega um helgina, mörður.

|

mánudagur, maí 08, 2006

Ástæðan fyrir því að ég er ekki að læra núna...
Patches er yndi

|

miðvikudagur, maí 03, 2006

Í kvöld...
...verð ég að vaka frameftir. Sekúndunni þegar klukkan er 01:02:03 þann 04.05.'06 MÁ bara ekki eyða í svefn! Hún er of kúl. Annars á ég eftir að sjá eftir þessu alla ævina..
|